Innlent

Jóhannes stóð ekki yfir kjósendum

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Hreinn Loftsson formaður stjórnar Baugs Group segir afstöðu Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra lýsa hroka í garð lýðræðislegra ákvarðana sem teknar eru af einstaklingum þegar þeir nýti sér kosningarétt sinn. Jóhannes Jónsson hafi ekki staðið yfir kjósendum þegar þeir gengu til kosninga síðastliðinn laugardag. Björn sagði í meðal annars í yfirlýsingu fyrr í dag að Jóhannes beitti ofríki í krafti auðs síns til þess að „tryggja sér viðhlæjendur á þingi, í réttarsalnum og hjá ákæruvaldinu." Hreinn segir Björn reyna að draga athygli frá kjarna málsins með brellum. Hann hafi orðið undir í baráttu við Guðlaug Þór Þórðarson í prófkjöri og kjósendur hafi hafnað honum sem borgarstjóra fyrir nokkrum árum. Hann reyni að kenna öðrum um í stað þess að líta í eigin barm, eins og segir í yfirlýsingu Hreins. Hér fyrir neðan má nálgast yfirlýsinguna í Word skjali.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×