Innlent

Rafmagnslaust á Keflavíkurflugvelli

Rafmagnslaust varð í um það bil hálftíma upp úr klukkan fjögur á Keflavíkurflugvelli og víða á Suðurnesjum. Varaaflsstöðvar fóru í gang þannig að aðflugs-og öryggisbúnaður vallarins virkaði með eðlilegum hætti og flugstöðin fékk líka vararafmagn, þannig að litlar sem engar tafir urðu.

Þá brast vatnsleiðsla í stöðvarhúsi nýju Reykjanesvirkjunarinnar og talsvert af vatni rann þar um gólf, en ekki er vitað um tjón af völdum þess. Orsakir rafmagnsleysisins liggja ekki endanlega fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×