Ríkisstjórnin hélt naumlega velli - Jón Sigurðsson komst ekki á þing Björn Gíslason skrifar 13. maí 2007 08:51 Ríkisstjórnin heldur velli eftir þingkosningar í gær. Framsóknarflokkurinn beið mikinn ósigur og fékk sjö þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn 25 og þeir því samtals 32 þingmenn. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, komst ekki á þing. Þá fékk Samfylkingin 18 þingmenn og Vinstri grænir níu þingmenn og telst sigurvegari kosninganna. Frjálslyndi flokkurinn hélt sínum fjórum þingmönnum frá síðustu kosningum en Íslandshreyfingin náði ekki inn manni. Sjálfstæðismenn bættu við sig þremur þingmönnum Sjálfstæðismenn fengu 36,6 prósent atkvæða sem er 2,9 prósentustigum meira en í síðustu kosningum. Þetta fylgi tryggði þeim þremur fleiri þingmenn. Samfylkingin hlaut 26,8 prósenta fylgi sem er 4,2 prósentum minna en í síðustu kosningum. Fékk flokkurinn þar af leiðandi tveimur mönnum færra en árið 2003. Vinstri græn fengu 14,3 prósenta fylgi og níu þingmenn. Síðast fékk flokkurinn 8,8 prósent og fimm þingmenn. Framsóknarflokkurinn fékk 11,7 prósent atkvæða sem er sex prósentustigum minna en árið 2003. Missti flokkurinn fimm þingmenn. Frjálslyndi flokkurinn fékk fjóra menn kjörna líkt og síðast enda var fylgi flokksins nánast það sama og í kosningunum 2003. Íslandshreyfingin - lifandi land endaði hins vegar í 3,3 prósentum en flokkurinn bauð fram í fyrsta sinn í ár. Sviptingar á kosninganótt Miklar sviptingar voru í talningunni í gærkvöld og í nótt og morgun og var ríkisstjórnin ýmist inni eða úti. Fyrstu tölur bentu til þess að stjórnarnandstaðan myndi ná þriggja þingmanna meirihluta en það forskot minnkaði niður í einn þingmann þegar líða tók á kvöldið. Um eittleytið náði ríkisstjórnin svo eins manns meirihluta en tapaði honum um klukkustund síðar. Ríkisstjórnin náði svo aftur þessum meirihluta á fjórða tímanum og hélt þeim meirihluta fram til loka. Sóttu framsóknarmenn í sig veðrið þegar leið á nóttina og voru með átta þingmenn þar til kom að síðustu tölum en þá töpuðu þeir einum til sjálfstæðismanna. Kjörsókn 83,3 prósent Kjörsókn var aðeins 74,5 prósent í Reykjavíkurkjördæmi norður, 86,2 prósent í Reykjavíkurkjördæmi suður, 84,3 í Suðvesturkjördæmi, 86 prósent í Norðvesturkjördæmi, 84,8 í Norðausturkjördæmi og 84,3 í Suðurkjördæmi. Þetta þýðir að kjörsókn á landinu var 83,3 prósent Niðurstöður í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi lágu fyrir á fjórða tímanum í nótt og í Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi í sjöunda tímanum. Mest bið var eftir lokatölum í Norðvesturkjördæmi þar sem töf varð á því að flytja atkvæðin á talningarstað í Borgarnesi auk þess sem talningarmenn glímdu við mikinn fjölda utankjörfundaratkvæða. Kosningar 2007 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
Ríkisstjórnin heldur velli eftir þingkosningar í gær. Framsóknarflokkurinn beið mikinn ósigur og fékk sjö þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn 25 og þeir því samtals 32 þingmenn. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, komst ekki á þing. Þá fékk Samfylkingin 18 þingmenn og Vinstri grænir níu þingmenn og telst sigurvegari kosninganna. Frjálslyndi flokkurinn hélt sínum fjórum þingmönnum frá síðustu kosningum en Íslandshreyfingin náði ekki inn manni. Sjálfstæðismenn bættu við sig þremur þingmönnum Sjálfstæðismenn fengu 36,6 prósent atkvæða sem er 2,9 prósentustigum meira en í síðustu kosningum. Þetta fylgi tryggði þeim þremur fleiri þingmenn. Samfylkingin hlaut 26,8 prósenta fylgi sem er 4,2 prósentum minna en í síðustu kosningum. Fékk flokkurinn þar af leiðandi tveimur mönnum færra en árið 2003. Vinstri græn fengu 14,3 prósenta fylgi og níu þingmenn. Síðast fékk flokkurinn 8,8 prósent og fimm þingmenn. Framsóknarflokkurinn fékk 11,7 prósent atkvæða sem er sex prósentustigum minna en árið 2003. Missti flokkurinn fimm þingmenn. Frjálslyndi flokkurinn fékk fjóra menn kjörna líkt og síðast enda var fylgi flokksins nánast það sama og í kosningunum 2003. Íslandshreyfingin - lifandi land endaði hins vegar í 3,3 prósentum en flokkurinn bauð fram í fyrsta sinn í ár. Sviptingar á kosninganótt Miklar sviptingar voru í talningunni í gærkvöld og í nótt og morgun og var ríkisstjórnin ýmist inni eða úti. Fyrstu tölur bentu til þess að stjórnarnandstaðan myndi ná þriggja þingmanna meirihluta en það forskot minnkaði niður í einn þingmann þegar líða tók á kvöldið. Um eittleytið náði ríkisstjórnin svo eins manns meirihluta en tapaði honum um klukkustund síðar. Ríkisstjórnin náði svo aftur þessum meirihluta á fjórða tímanum og hélt þeim meirihluta fram til loka. Sóttu framsóknarmenn í sig veðrið þegar leið á nóttina og voru með átta þingmenn þar til kom að síðustu tölum en þá töpuðu þeir einum til sjálfstæðismanna. Kjörsókn 83,3 prósent Kjörsókn var aðeins 74,5 prósent í Reykjavíkurkjördæmi norður, 86,2 prósent í Reykjavíkurkjördæmi suður, 84,3 í Suðvesturkjördæmi, 86 prósent í Norðvesturkjördæmi, 84,8 í Norðausturkjördæmi og 84,3 í Suðurkjördæmi. Þetta þýðir að kjörsókn á landinu var 83,3 prósent Niðurstöður í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi lágu fyrir á fjórða tímanum í nótt og í Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi í sjöunda tímanum. Mest bið var eftir lokatölum í Norðvesturkjördæmi þar sem töf varð á því að flytja atkvæðin á talningarstað í Borgarnesi auk þess sem talningarmenn glímdu við mikinn fjölda utankjörfundaratkvæða.
Kosningar 2007 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira