Allt útlit fyrir að stjórnin haldi velli - Jón Sigurðsson inni á þingi 13. maí 2007 06:44 MYND/Valgarður Allt útlit er fyrir að ríkisstjórnin haldi velli með minnsta mun, 32 þingmönnum gegn 31 stjórnarandstöðunnar þegar búið er að telja atkvæði í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, sem verið hefur úti í alla nótt er kominn inn. Róbert Marshall úr Samfylkingunni er hins vegar á leið út og Björk Guðjónsdóttir, Sjálfstæðisflokknum, kemur í hans stað í Suðurkjördæmi sem fjórði þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Lokið var við að telja atkvæði í Suðurkjördæmi á sjöunda tímanum en þar kusu 25.789 af 30.592 og var kjörsókn því um 84 prósent. Framsóknarflokkurinn féll 18,7 prósent atkvæða og tvo menn kjörna, Sjálfstæðisflokkurinn bætti einum manni við sig og fékk fjóra. Fylgi flokksins reyndist 36 prósent í kjördæminu. Frjálslyndir hlutu 7 prósent atkvæða og því komst Grétar Mar Jónsson á þing. Samfylkingin tapaði hins vegar tveimur mönnum og fékk 26,7 prósent í kosningunum og tvo menn. Róbert Marshall er ekki inni en hann hefur verið það í allt kvöld og nótt. Vinstri græn fengu 9,9 prósent og einn mann en Íslandshreyfingin náði ekki inn manni með 1,7 prósenta fylgi. Um 25 prósenta útstrikanir voru á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Síðustu tölur lágu einnig fyrir í Norðausturkjördæmi nú á sjöunda tímanum og þar fengu framsóknarmenn 24,2 prósent og eru með tvo menn miðað við nýjustu tölur. Hins vegar fær Sjálfstæðisflokkurinn 28 prósenta fylgi og þrjá menn og Samfylkingin fær einnig þrjá menn með 20,8 prósenta fylgi. Vinstri gærn fá inn tvo menn með 19,6 prósent. Hvorki Frjálslyndi flokkurinn né Íslandshreyfingin náðu inn manni, frjálslyndir með 5,9 prósent og Íslandshreyfinging 1,2. EF horft er til landsins alls hefur: Framsókn (B) - 11,9% - Átta þingmenn Sjálfstæðisflokkur (D) - 36,6% - 24 þingmenn Frjálslyndi flokkurinn (F) - 7,2% - Fjórir þingmenn Íslandshreyfingin (I) - 3,3% - Enginn þingmaður Samfylkingin (S) - 26,9% - 18 þingmenn Vinstri grænir (V) - 14,3% - Níu þingmenn Kosningar 2007 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Allt útlit er fyrir að ríkisstjórnin haldi velli með minnsta mun, 32 þingmönnum gegn 31 stjórnarandstöðunnar þegar búið er að telja atkvæði í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, sem verið hefur úti í alla nótt er kominn inn. Róbert Marshall úr Samfylkingunni er hins vegar á leið út og Björk Guðjónsdóttir, Sjálfstæðisflokknum, kemur í hans stað í Suðurkjördæmi sem fjórði þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Lokið var við að telja atkvæði í Suðurkjördæmi á sjöunda tímanum en þar kusu 25.789 af 30.592 og var kjörsókn því um 84 prósent. Framsóknarflokkurinn féll 18,7 prósent atkvæða og tvo menn kjörna, Sjálfstæðisflokkurinn bætti einum manni við sig og fékk fjóra. Fylgi flokksins reyndist 36 prósent í kjördæminu. Frjálslyndir hlutu 7 prósent atkvæða og því komst Grétar Mar Jónsson á þing. Samfylkingin tapaði hins vegar tveimur mönnum og fékk 26,7 prósent í kosningunum og tvo menn. Róbert Marshall er ekki inni en hann hefur verið það í allt kvöld og nótt. Vinstri græn fengu 9,9 prósent og einn mann en Íslandshreyfingin náði ekki inn manni með 1,7 prósenta fylgi. Um 25 prósenta útstrikanir voru á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Síðustu tölur lágu einnig fyrir í Norðausturkjördæmi nú á sjöunda tímanum og þar fengu framsóknarmenn 24,2 prósent og eru með tvo menn miðað við nýjustu tölur. Hins vegar fær Sjálfstæðisflokkurinn 28 prósenta fylgi og þrjá menn og Samfylkingin fær einnig þrjá menn með 20,8 prósenta fylgi. Vinstri gærn fá inn tvo menn með 19,6 prósent. Hvorki Frjálslyndi flokkurinn né Íslandshreyfingin náðu inn manni, frjálslyndir með 5,9 prósent og Íslandshreyfinging 1,2. EF horft er til landsins alls hefur: Framsókn (B) - 11,9% - Átta þingmenn Sjálfstæðisflokkur (D) - 36,6% - 24 þingmenn Frjálslyndi flokkurinn (F) - 7,2% - Fjórir þingmenn Íslandshreyfingin (I) - 3,3% - Enginn þingmaður Samfylkingin (S) - 26,9% - 18 þingmenn Vinstri grænir (V) - 14,3% - Níu þingmenn
Kosningar 2007 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira