Innlent

MND sjúklingur fer heim eftir margra mánaða bið

Útlit er fyrir að 63 ára MND sjúklingur sem dvalið hefur á taugadeild Landspítalans hátt í 10 mánuði fái nú loks að dvelja heima hjá fjölskyldu sinni alla daga vikunnar. Kópavogsbær hefur útvegað honum fulla heimahjúkrun, en fjölskylda hans hefur sóst eftir að fá slíka þjónustu í fleiri mánuði.



Greint var frá því í fréttum Stöðvar tvö fyrir skömmu að Óskar Óskarsson sem glímir við MND sjúkdóminn hefur þurft að dvelja á taugadeild Landspítalans gegn vilja sínum í langan tíma því ekki hefur fengist mannskapur til að annast hann heima við. Í 10 mánuði hefur fjölskylda Óskars barist fyrir því að fá hann heim en án árangurs.

Nú virðist lausn í sjónmáli og segir Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri Kópavogs markvisst unnið að því að gera Óskari kleift að dvelja heima hjá sér.



Óskar hefur alfarið misst málið og þarf aðstoð með allar daglegar athafnir. Hann þarf að minnsta kosti tvo aðstoðarmenn við að koma sér á fætur á morgnana og einn til að vera hjá sér yfir daginn.

Lilja segir MND félagið hafa staðið þétt við bakið á þeim í þessari baráttu. Óskar fór heim til sín í helgarfrí í dag og voru hjónin að vonum ánægð að fá lausn sinna mála eftir langa bið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×