Innlent

Leit að báti á Breiðafirði

Fyrirhugað var að senda þyrlu landhelgisgæslunnar til leitar.
Fyrirhugað var að senda þyrlu landhelgisgæslunnar til leitar.

Björgunarsveit á Barðaströnd og björgunarskip frá Rifi á Snæfellsnesi voru kölluð út laust fyrir miðnætti, til leitar að báti á Breiðafirði. Báturinn datt út úr sjálfvirka tilkynningaskyldukerfinu og svaraði ekki kalli. Fyrirhugað var að senda þyrlu til leitar í birtingu, en björgunarsveitarmenn fundu bátinn skömmu síðar.

Báturinn var við land og ekkert amaði að skipverjunum tveim. Báturinn var í lagi, en mönnunum hafði láðst að láta vita að þeir ætluðu í land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×