Innlent

Ísland komst ekki áfram í Júróvisjón

Jónas Haraldsson skrifar
Eiríkur Hauksson komst ekki áfram með lag sitt Valentine Lost.
Eiríkur Hauksson komst ekki áfram með lag sitt Valentine Lost. MYND/AFP

Eiríkur Hauksson komst ekki áfram í úrslit Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Við fáum ekki að vita hversu mörg stig Ísland hlaut fyrr en að lokinni aðalkeppninni. Eiríkur og félagar þóttu standa sig vel á sviðinu í Helsinki en verða því miður að hverfa heim á leið. Íslendingar verða því að taka þátt í undankeppninni á næsta ári á nýjan leik.

Eiríkur sagðist í samtali við Ríkissjónvarpið að hann hefði verið sáttur við flutninginn á laginu og að það  hefði verið nógu gott til þess að komast í úrslitin. Aðspurður hvers vegna við hefðum þá ekki komist talaði hann um austantjaldsmafíu og sagði að það væri skítalykt af málinu. Þá hvatti hann Íslendinga til þess að kjósa Finna eða Svía í úrslitakeppninni sem fram fer á laugardaginn næstkomandi.  

Að neðan má sjá lista yfir þau tíu lönd sem komust í úrslitakeppnina. Löndunum er ekki raðað eftir neinni sérstakri röð.

  1. Hvíta-Rússland
  2. Makedónía
  3. Slóvenía
  4. Ungverjaland
  5. Georgía
  6. Lettland
  7. Serbía
  8. Búlgaría
  9. Tyrkland
  10. Moldóvía



Fleiri fréttir

Sjá meira


×