Sjálfstæðisflokkur og Samfylking daðra Jónas Haraldsson skrifar 9. maí 2007 21:44 Formenn allra stjórnmálaflokkana komu saman í kvöld í lokaþætti kosningasjónvarps Stöðvar tvö. Bæði voru hringborðsumræður og síðan voru þeir hver og einn spurðir spjörunum úr í fimm mínútur í senn. Ingibjörg Sólrún sagðist tilbúin til setu í ríkisstjórn án þess að vera forsætisráðherra og álitsgjafar í Íslandi í dag sögðu Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna hafa verið að daðra við hvort annað. Sérstakir álitsgjafar voru til staðar í Íslandi í dag og mátu frammistöðu formannanna. Þeir voru Atli Rúnar Halldórsson ráðgjafi, Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur og Sigríður Dögg Auðunsdóttir blaðamaður. Í ljós kom að allir formennirnir voru tilbúnir til þess að skoða lög um eftirlaunarétt þingmanna og ráðherra. Geir H. Haarde benti á að allir flokkar hefðu staðið saman að þeim lögum þegar þau voru samþykkt og að sjálfsagt væri að endurskoða þau, sérstaklega það að menn geti verið á tvöföldum eftirlaunum. Ómar Ragnarsson vildi afnema þau og vitnaði í forseta ASÍ sem sagði þau ólög. Guðjón Arnar lagði mikla áherslu á kvótakerfið og Steingrímur sagðist vilja breytingar í því án þess þó að kollvarpa því. Jón Sigurðsson sagði aðspurður að auðlindamálið myndi áfram vera eitt af baráttumálum Framsóknar og að þeir ætluðu sér að stefna að þjóðarsátt í því máli. Allir voru formennirnir á því að það þyrfti að gera átak í launamisrétti kynjanna. Ingibjörg Sólrún vildi gera sérstaka úttekt á því innan ríkisins þar sem það væri stærsti vinnuveitandi í hefðbundnum kvennastéttum. Steingrímur sagðist vilja ganga lengra en jafnréttislög heimila og afnema launaleynd alfarið. Jón sagði Framsóknarflokkinn vera að vinna í þessum málum og Guðjón Arnar sagðist vera jafnréttissinni og auðvitað ættu karlar og konur að fá sömu laun fyrir sömu vinnu. Ómar benti á kynjahlutfallið á lista sínum sem merki um stefnu þeirra í jafnréttismálum. Einnig kom þar fram að Ingibjörg Sólrún gæti vel hugsað sér að vera í ríkisstjórn án þess að vera forsætisráðherra. Samkvæmt könnun Stöðvar tvö sem birt var í kvöld er ríkisstjórnin fallin og sögðu álitsgjafar í Íslandi í dag hafa séð þess merki að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn hefðu verið að daðra við hvort annað. Þá bentu þeir á að kalt virtist vera á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðiflokksins. Álitsgjafarnir sögðu Jón Sigurðsson hafa staðið sig einna verst þegar formennirnir voru teknir á eintal. Þeir sögðu hann hafa verið að segja það sama og undanfarið, sem samkvæmt könnunni, er ekki að virka. Þeir sögðu að hann hefði átt að taka áhættu og reyna að fara í sókn í stað þess að fara í vörn, eins og hann hefði virst gera. Einn álitsgjafanna sagði það kannski merki um reynsluleysi að hálfu Jóns. Álitsgjafarnir þrír voru á þeirri skoðun að Ingibjörg Sólrún hefði komið best út úr eintölunum og því næst Geir H. Haarde og Steingrímur J. Sigfússon. Einn þeirra sagði Guðjón Arnar hafa komið á óvart. Hérna að neðan er hægt að sjá frammistöðu hvers og eins fyrir sig. Einnig er hægt að sjá álitsgjafana þrjá segja hver þeim fannst standa sig best og hver þeim fannst standa sig verst. Kosningar 2007 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Sjá meira
Formenn allra stjórnmálaflokkana komu saman í kvöld í lokaþætti kosningasjónvarps Stöðvar tvö. Bæði voru hringborðsumræður og síðan voru þeir hver og einn spurðir spjörunum úr í fimm mínútur í senn. Ingibjörg Sólrún sagðist tilbúin til setu í ríkisstjórn án þess að vera forsætisráðherra og álitsgjafar í Íslandi í dag sögðu Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna hafa verið að daðra við hvort annað. Sérstakir álitsgjafar voru til staðar í Íslandi í dag og mátu frammistöðu formannanna. Þeir voru Atli Rúnar Halldórsson ráðgjafi, Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur og Sigríður Dögg Auðunsdóttir blaðamaður. Í ljós kom að allir formennirnir voru tilbúnir til þess að skoða lög um eftirlaunarétt þingmanna og ráðherra. Geir H. Haarde benti á að allir flokkar hefðu staðið saman að þeim lögum þegar þau voru samþykkt og að sjálfsagt væri að endurskoða þau, sérstaklega það að menn geti verið á tvöföldum eftirlaunum. Ómar Ragnarsson vildi afnema þau og vitnaði í forseta ASÍ sem sagði þau ólög. Guðjón Arnar lagði mikla áherslu á kvótakerfið og Steingrímur sagðist vilja breytingar í því án þess þó að kollvarpa því. Jón Sigurðsson sagði aðspurður að auðlindamálið myndi áfram vera eitt af baráttumálum Framsóknar og að þeir ætluðu sér að stefna að þjóðarsátt í því máli. Allir voru formennirnir á því að það þyrfti að gera átak í launamisrétti kynjanna. Ingibjörg Sólrún vildi gera sérstaka úttekt á því innan ríkisins þar sem það væri stærsti vinnuveitandi í hefðbundnum kvennastéttum. Steingrímur sagðist vilja ganga lengra en jafnréttislög heimila og afnema launaleynd alfarið. Jón sagði Framsóknarflokkinn vera að vinna í þessum málum og Guðjón Arnar sagðist vera jafnréttissinni og auðvitað ættu karlar og konur að fá sömu laun fyrir sömu vinnu. Ómar benti á kynjahlutfallið á lista sínum sem merki um stefnu þeirra í jafnréttismálum. Einnig kom þar fram að Ingibjörg Sólrún gæti vel hugsað sér að vera í ríkisstjórn án þess að vera forsætisráðherra. Samkvæmt könnun Stöðvar tvö sem birt var í kvöld er ríkisstjórnin fallin og sögðu álitsgjafar í Íslandi í dag hafa séð þess merki að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn hefðu verið að daðra við hvort annað. Þá bentu þeir á að kalt virtist vera á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðiflokksins. Álitsgjafarnir sögðu Jón Sigurðsson hafa staðið sig einna verst þegar formennirnir voru teknir á eintal. Þeir sögðu hann hafa verið að segja það sama og undanfarið, sem samkvæmt könnunni, er ekki að virka. Þeir sögðu að hann hefði átt að taka áhættu og reyna að fara í sókn í stað þess að fara í vörn, eins og hann hefði virst gera. Einn álitsgjafanna sagði það kannski merki um reynsluleysi að hálfu Jóns. Álitsgjafarnir þrír voru á þeirri skoðun að Ingibjörg Sólrún hefði komið best út úr eintölunum og því næst Geir H. Haarde og Steingrímur J. Sigfússon. Einn þeirra sagði Guðjón Arnar hafa komið á óvart. Hérna að neðan er hægt að sjá frammistöðu hvers og eins fyrir sig. Einnig er hægt að sjá álitsgjafana þrjá segja hver þeim fannst standa sig best og hver þeim fannst standa sig verst.
Kosningar 2007 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Sjá meira