Innlent

Hálfsextugar konur geta orðið ófrískar

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar

Konur á sextugsaldri geta orðið ófrískar upp á hefðbundin máta en konur eldri en 46 ára fá ekki frjósemismeðferð á Íslandi. Hálfsextug íslensk kona á von á sér eftir tæpa tvo mánuði.

Eins og fram kom í fréttum okkar í gær er 54 ára íslensk kona komin um sjö mánuði á leið. Ekki er vitað með hvaða hætti konan varð þunguð en hún hefur altént ekki farið frjósemismeðferð á Íslandi því skýr aldursmörk eru í lögum um slíkar meðferðir, enda skila þær sjaldnast árangri hjá konum yfir 42 ára.

Það er hins vegar líffræðilega mögulegt að konur verði ófrískar fram á sextugsaldur.

Engin nýleg dæmi eru um að konur yfir fimmtugt hafi fætt á Íslandi, að sögn yfirlæknis á kvennasviði Landspítalans. Elsta kona sem eignast hefur barn í heiminum var 67 ára þegar hún eignaðist tvíbura í fyrra í Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×