Mayweather vann nauman sigur á De la Hoya 6. maí 2007 05:11 Mayweather getur hætt sáttur eftir sigurinn á De la Hoya NordicPhotos/GettyImages Floyd Mayweather stóð við stóru orðin í nótt þegar hann sigraði Oscar de la Hoya naumlega á stigum í bardaga þeirra um WBC titilinn í léttmillivigt. Ekkert varð þó úr barsmíðunum sem Mayweather var búinn að lofa, því De la Hoya barðist hetjulega og veitti andstæðingi sínum góða keppni. De la Hoya hafði yfirburði í fyrstu lotunum, en það var fyrst og fremst hraði Mayweather sem tryggði honum sigurinn. Hann lýsti því yfir fyrir bardagann að einvígið við De la Hoya yrði hans síðasti á ferlinum, en þetta var fyrsti bardagi Mayweather í þessum þyngdarflokki. Hann er sexfaldur heimsmeistari í fimm þyngdarflokkum. Tveir dómarar dæmdu bardagann Mayweather í vil 116-112 og 115-113, en sá þriðji dæmdi hann 115-113 fyrir De la Hoya. Bubbi Morthens vildi einnig meina að De la Hoya hefði átt að vinna, en þess má geta að sérfræðingar ESPN sjónvarpsstöðvarinnar og Associated Press dæmdu bardagann 116-112 Mayweather í vil. Mayweather ítrekaði að hann ætlaði að hætta í viðtali eftir bardagann en De la Hoya segist ætla að skoða bardagann aftur og hugsa áframhaldið í rólegheitunum. Hann tók tapinu af einstakri prúðmennsku og auðmýkt eins og hans er von og vísa. Þetta var fimmta tap De la Hoya á ferlinum í 43 bardögum en Mayweather sest nú í helgan stein taplaus í 38 viðureignum. De la Hoya fékk að minnsta kosti 25 milljónir dollara fyrir bardagann og Mayweather 10 - og borguðu áhorfendur í Las Vegas margir hverjir upp í 2000 dollara fyrir góð sæti. Box Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Fleiri fréttir Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Sjá meira
Floyd Mayweather stóð við stóru orðin í nótt þegar hann sigraði Oscar de la Hoya naumlega á stigum í bardaga þeirra um WBC titilinn í léttmillivigt. Ekkert varð þó úr barsmíðunum sem Mayweather var búinn að lofa, því De la Hoya barðist hetjulega og veitti andstæðingi sínum góða keppni. De la Hoya hafði yfirburði í fyrstu lotunum, en það var fyrst og fremst hraði Mayweather sem tryggði honum sigurinn. Hann lýsti því yfir fyrir bardagann að einvígið við De la Hoya yrði hans síðasti á ferlinum, en þetta var fyrsti bardagi Mayweather í þessum þyngdarflokki. Hann er sexfaldur heimsmeistari í fimm þyngdarflokkum. Tveir dómarar dæmdu bardagann Mayweather í vil 116-112 og 115-113, en sá þriðji dæmdi hann 115-113 fyrir De la Hoya. Bubbi Morthens vildi einnig meina að De la Hoya hefði átt að vinna, en þess má geta að sérfræðingar ESPN sjónvarpsstöðvarinnar og Associated Press dæmdu bardagann 116-112 Mayweather í vil. Mayweather ítrekaði að hann ætlaði að hætta í viðtali eftir bardagann en De la Hoya segist ætla að skoða bardagann aftur og hugsa áframhaldið í rólegheitunum. Hann tók tapinu af einstakri prúðmennsku og auðmýkt eins og hans er von og vísa. Þetta var fimmta tap De la Hoya á ferlinum í 43 bardögum en Mayweather sest nú í helgan stein taplaus í 38 viðureignum. De la Hoya fékk að minnsta kosti 25 milljónir dollara fyrir bardagann og Mayweather 10 - og borguðu áhorfendur í Las Vegas margir hverjir upp í 2000 dollara fyrir góð sæti.
Box Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Fleiri fréttir Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Sjá meira