Efndir um lóðir eða kokgleyping kosningaloforða? 28. apríl 2007 18:32 Sjálfstæðismenn eru að kokgleypa kosningaloforð sitt um ódýrar lóðir fyrir alla, með því að bjóða einbýlishúsalóðir á ellefu milljónir króna, segir oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Aldeilis ekki, segir formaður skipulagsnefndar, þetta er kostnaðarverð og framboðið verður nægt til að svara eftirspurn: 1500 íbúðir á ári hið minnsta. Borgarstjórnarmeirihluti kynnti í gær áætlun um úthlutun lóða í borginni næstu árin. Úthlutað verður þrisvar á ári, samtals um 500 íbúðum í miðborginni og nágrenni. Að minnsta kosti eitt þúsund lóðum í nýjum hverfum. Hægt er að skoða hvaða svæði þetta eru og sækja um á vefnum. Lóðirnar í nýju hverfunum verða á föstu verði, 11 milljónir króna fyrir einbýlishúsalóð, sjö og hálf milljón fyrir lóð undir raðhús eða parhús og fjórar og hálf milljón á hverja íbúð í fjölbýli. Í febrúar 2005 sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, núverandi borgarstjóri að uppboðsleið Reykjavíkurlistans hefði sprengt upp lóðaverð, sem sæist best á því að verð á íbúð í fjölbýli væri 2,7 milljónir króna, á meðan gatnagerðargjöldin væru 500.000 og einbýlishúsalóðirnar hefðu farið á 6,3 milljónir meðan gatnagerðargjöldin væru 3,1 milljón. Fyrir borgarstjórnarkosningarnar í fyrra sagði Vilhjálmur að fyrsta verk sjálfstæðismanna í borgarstjórn yrði að tryggja nægt lóðaframboð og lækka söluverð lóða til samræmis við kostnað borgarinnar við gerð nýrra byggingarsvæða. Hanna Birna Kristjánsdóttir formaður Skipulagsráðs segir þetta vera kostnaðarverð. Verðið sé lægra en í nágrannasveitarfélögunum og endurspegli kostnaðinn við að byggja upp nýtt hverfi. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn segir að sjálfstæðismenn séu með þessu að kokgleypa kosningaloforð um ódýrar lóðir fyrir alla. Þeir skuldi kjósendum skýringar. Innlent Kosningar 2007 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Sjá meira
Sjálfstæðismenn eru að kokgleypa kosningaloforð sitt um ódýrar lóðir fyrir alla, með því að bjóða einbýlishúsalóðir á ellefu milljónir króna, segir oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Aldeilis ekki, segir formaður skipulagsnefndar, þetta er kostnaðarverð og framboðið verður nægt til að svara eftirspurn: 1500 íbúðir á ári hið minnsta. Borgarstjórnarmeirihluti kynnti í gær áætlun um úthlutun lóða í borginni næstu árin. Úthlutað verður þrisvar á ári, samtals um 500 íbúðum í miðborginni og nágrenni. Að minnsta kosti eitt þúsund lóðum í nýjum hverfum. Hægt er að skoða hvaða svæði þetta eru og sækja um á vefnum. Lóðirnar í nýju hverfunum verða á föstu verði, 11 milljónir króna fyrir einbýlishúsalóð, sjö og hálf milljón fyrir lóð undir raðhús eða parhús og fjórar og hálf milljón á hverja íbúð í fjölbýli. Í febrúar 2005 sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, núverandi borgarstjóri að uppboðsleið Reykjavíkurlistans hefði sprengt upp lóðaverð, sem sæist best á því að verð á íbúð í fjölbýli væri 2,7 milljónir króna, á meðan gatnagerðargjöldin væru 500.000 og einbýlishúsalóðirnar hefðu farið á 6,3 milljónir meðan gatnagerðargjöldin væru 3,1 milljón. Fyrir borgarstjórnarkosningarnar í fyrra sagði Vilhjálmur að fyrsta verk sjálfstæðismanna í borgarstjórn yrði að tryggja nægt lóðaframboð og lækka söluverð lóða til samræmis við kostnað borgarinnar við gerð nýrra byggingarsvæða. Hanna Birna Kristjánsdóttir formaður Skipulagsráðs segir þetta vera kostnaðarverð. Verðið sé lægra en í nágrannasveitarfélögunum og endurspegli kostnaðinn við að byggja upp nýtt hverfi. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn segir að sjálfstæðismenn séu með þessu að kokgleypa kosningaloforð um ódýrar lóðir fyrir alla. Þeir skuldi kjósendum skýringar.
Innlent Kosningar 2007 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“