Fulltrúadeildin samþykkir að hefja heimflutning hermanna 26. apríl 2007 13:00 Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær að hefja heimflutning hermanna frá Írak í haust, þrátt fyrir hótun Bush forseta um að beita neitunarvaldi gegn lagasetningunni. Það var mjótt á mununum þegar atkvæði voru greidd um frumvarpið sem kveður á um að hefja skuli heimflutning hermanna 1. október og honum skuli lokið 1. apríl á næsta ári. ,Atkvæði féllu þannig: Já sögðu 218, nei sögðu 208. Gert er ráð fyrir átta og hálfs milljarðs króna framlagi til að fjármagna stríðið, en uppfylli írösk stjórnvöld ekki ákveðin skilyrði skuli hefja heimflutning hermanna í haust. Sérstakar sveitir megi þó verða eftir, til að aðstoða við þjálfun íraskra hersveita og til að berjast gegn skipulögðum hryðjuverkasamtökum. ,,Við þurfum að bjarga mannslífum og við þurfum að endurreisa traustið á forystunni í Írak, en við verðum að lýsa yfir sigri fyrir hermennina okkar. Þeir hafa lokið sínu starfi, það er kominn tími til að fá þá heim," sagði Sheila Jackson-Lee, fulltrúi demókrata í fulltrúadeildinni. Repúblikanar eru síður en svo sáttir við framgöngu demókrata í fulltrúadeildinni og hafa lýst yfir fullum stuðningi við Bush forseta beiti hann neitunarvaldinu. ,,Við þurfum ekki 535 hershöfðingja í Washington til að stjórna hersveitunum okkar, það er verkefni fagmanna. Það er kominn tími til fyrir demókratana að gera rétt og samþykkja frumvarp sem fjármagnar hersveitir okkar á hættusvæðum," sagði John Carter, fulltrúi repúblikana. Fari svo að forsetinn neiti að undirrita lögin þarf tvo þriðju atkvæða í fulltrúadeildinni til að hnekkja því. Ólíklegt er að svo mikill meirihluti náist. Írak Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær að hefja heimflutning hermanna frá Írak í haust, þrátt fyrir hótun Bush forseta um að beita neitunarvaldi gegn lagasetningunni. Það var mjótt á mununum þegar atkvæði voru greidd um frumvarpið sem kveður á um að hefja skuli heimflutning hermanna 1. október og honum skuli lokið 1. apríl á næsta ári. ,Atkvæði féllu þannig: Já sögðu 218, nei sögðu 208. Gert er ráð fyrir átta og hálfs milljarðs króna framlagi til að fjármagna stríðið, en uppfylli írösk stjórnvöld ekki ákveðin skilyrði skuli hefja heimflutning hermanna í haust. Sérstakar sveitir megi þó verða eftir, til að aðstoða við þjálfun íraskra hersveita og til að berjast gegn skipulögðum hryðjuverkasamtökum. ,,Við þurfum að bjarga mannslífum og við þurfum að endurreisa traustið á forystunni í Írak, en við verðum að lýsa yfir sigri fyrir hermennina okkar. Þeir hafa lokið sínu starfi, það er kominn tími til að fá þá heim," sagði Sheila Jackson-Lee, fulltrúi demókrata í fulltrúadeildinni. Repúblikanar eru síður en svo sáttir við framgöngu demókrata í fulltrúadeildinni og hafa lýst yfir fullum stuðningi við Bush forseta beiti hann neitunarvaldinu. ,,Við þurfum ekki 535 hershöfðingja í Washington til að stjórna hersveitunum okkar, það er verkefni fagmanna. Það er kominn tími til fyrir demókratana að gera rétt og samþykkja frumvarp sem fjármagnar hersveitir okkar á hættusvæðum," sagði John Carter, fulltrúi repúblikana. Fari svo að forsetinn neiti að undirrita lögin þarf tvo þriðju atkvæða í fulltrúadeildinni til að hnekkja því. Ólíklegt er að svo mikill meirihluti náist.
Írak Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira