Vill þjóðarsátt um nýtt jafnvægi í efnahagsmálum 14. apríl 2007 17:29 Frá landsfundi Samfylkingarinnar. MYND/Anton Brink Samfylkingin vill þjóðarsátt um nýtt jafnvægi í efnahagsmálum og hyggst hrinda í framkvæmd aðgerðaáætlun gegn fátækt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í stjórnmálaályktun flokksins sem samþykkt var á landsfundi hans í dag. Enn fremur kemur fram í stjórnmálaályktuninni að efling velferðarkerfisins og ábyrg efnahagsstjórn séu rauði þráðurinn í stefnu Samfylkingarinnar. Samfylkingin vilji þjóðarsátt um nýtt jafnvægi í efnahagsmálum og ný vinnubrögð til að tryggja samstillingu efnahagsaðgerða.Þá vilji flokkurinn rétta hlut aldraðra og öryrkja gagnvart almannatryggingum, tryggja aðgengi allra að heilbrigðiskerfinu óháð efnahag og útrýma biðlistum með fjögur hundruð nýjum hjúkrunarrýmum á næstu tveimur árum. Enn fremur verði gripið til aðgerða gegn fátækt og sömuleiðs hrint í framkvæmd aðgerðaáætlun um málefni barna.Töluverð áhersla er lögð á kynjajafnrétti í stjórnmálaályktuninni og sagt að Samfylkingin vilji útrýma launamun kynjanna, afnema launaleynd, koma á fullu jafnrétti milli karla og kvenna og gera Ísland að fyrirmyndarsamfélagi á sviði jafnréttismála.Þá vilji flokkurinn stuðla að gjaldfrjálsri menntun frá leikskóla að háskóla og að námsbækur í framhaldsskólum verði nemendum að kostnaðarlausu. Breyta þurfi þriðjungi námslána í styrk og greiða námslán út mánaðarlega. Þá vill flokkurinn gera rekstarumhverfi fyrritækja hagstæðara svo erlend fyrirtæki sæki hingað í auknum mæli. Þá þurfi að lækka skatta af lífeyrissjóðsgreiðslum í tíu prósent og frítekjumark fyrir atvinnu- og lífeyristekjur eldri borgara verði 100.000 krónur, stimpilgjöld af lánum vegna húsnæðiskaupa verði afnumin, sem og vörugjöld og tollar af matvælum. Þá verði virðisaukaskattur af lyfjum lækkaður.Ráðast þurfi í stórátak í samgöngumálum að mati Samfylkingarinnar en það sé forsenda raunhæfrar byggðastefnu. Frekari stjóriðjuáformum verði hins vegar slegið á frest þangað til fyrir liggi nauðsynleg heildaráætlun yfir verðmæt náttúrusvæði Íslands og verndun þeirra hafi verið tryggð. Þá vill flokkurinn tímasetta áætlun um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar og að sameign á auðlindum verði bundin í stjórnarskrá.Í utanríkismálum vill flokkurinn að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu og aðildarviðræður verði hafnar. Unnið verði að víðtækri samstöðu um samningsmarkmið og niðurstöður bornar um þjóðaratkvæði.Þá vill Samfylkinging endurskoða stjórnarráð Íslands, stofna eitt atvinnuvegaráðuneyti, tryggja faglegar ráðningar í opinber embætti og stuðla að jafnræði kynjanna í ríkisstjórn og í stjórnunarstöðum ráðuneyta og stofnana. Jafnframt að eftirlaunafrumvarpinu verði breytt og meira jafnræði komið á í lífeyrismálum ráðamanna og almennings.Segir að lokum í stjórnmálaályktuninni að það sé þjóðarnauðsyn að bæta fyrir vanrækslusyndir ríkisstjórnarinnar á undanförnum árum og að þann 12. maí verði kosið um framtíð lands og framtíð þjóðar. Kosningar 2007 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
Samfylkingin vill þjóðarsátt um nýtt jafnvægi í efnahagsmálum og hyggst hrinda í framkvæmd aðgerðaáætlun gegn fátækt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í stjórnmálaályktun flokksins sem samþykkt var á landsfundi hans í dag. Enn fremur kemur fram í stjórnmálaályktuninni að efling velferðarkerfisins og ábyrg efnahagsstjórn séu rauði þráðurinn í stefnu Samfylkingarinnar. Samfylkingin vilji þjóðarsátt um nýtt jafnvægi í efnahagsmálum og ný vinnubrögð til að tryggja samstillingu efnahagsaðgerða.Þá vilji flokkurinn rétta hlut aldraðra og öryrkja gagnvart almannatryggingum, tryggja aðgengi allra að heilbrigðiskerfinu óháð efnahag og útrýma biðlistum með fjögur hundruð nýjum hjúkrunarrýmum á næstu tveimur árum. Enn fremur verði gripið til aðgerða gegn fátækt og sömuleiðs hrint í framkvæmd aðgerðaáætlun um málefni barna.Töluverð áhersla er lögð á kynjajafnrétti í stjórnmálaályktuninni og sagt að Samfylkingin vilji útrýma launamun kynjanna, afnema launaleynd, koma á fullu jafnrétti milli karla og kvenna og gera Ísland að fyrirmyndarsamfélagi á sviði jafnréttismála.Þá vilji flokkurinn stuðla að gjaldfrjálsri menntun frá leikskóla að háskóla og að námsbækur í framhaldsskólum verði nemendum að kostnaðarlausu. Breyta þurfi þriðjungi námslána í styrk og greiða námslán út mánaðarlega. Þá vill flokkurinn gera rekstarumhverfi fyrritækja hagstæðara svo erlend fyrirtæki sæki hingað í auknum mæli. Þá þurfi að lækka skatta af lífeyrissjóðsgreiðslum í tíu prósent og frítekjumark fyrir atvinnu- og lífeyristekjur eldri borgara verði 100.000 krónur, stimpilgjöld af lánum vegna húsnæðiskaupa verði afnumin, sem og vörugjöld og tollar af matvælum. Þá verði virðisaukaskattur af lyfjum lækkaður.Ráðast þurfi í stórátak í samgöngumálum að mati Samfylkingarinnar en það sé forsenda raunhæfrar byggðastefnu. Frekari stjóriðjuáformum verði hins vegar slegið á frest þangað til fyrir liggi nauðsynleg heildaráætlun yfir verðmæt náttúrusvæði Íslands og verndun þeirra hafi verið tryggð. Þá vill flokkurinn tímasetta áætlun um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar og að sameign á auðlindum verði bundin í stjórnarskrá.Í utanríkismálum vill flokkurinn að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu og aðildarviðræður verði hafnar. Unnið verði að víðtækri samstöðu um samningsmarkmið og niðurstöður bornar um þjóðaratkvæði.Þá vill Samfylkinging endurskoða stjórnarráð Íslands, stofna eitt atvinnuvegaráðuneyti, tryggja faglegar ráðningar í opinber embætti og stuðla að jafnræði kynjanna í ríkisstjórn og í stjórnunarstöðum ráðuneyta og stofnana. Jafnframt að eftirlaunafrumvarpinu verði breytt og meira jafnræði komið á í lífeyrismálum ráðamanna og almennings.Segir að lokum í stjórnmálaályktuninni að það sé þjóðarnauðsyn að bæta fyrir vanrækslusyndir ríkisstjórnarinnar á undanförnum árum og að þann 12. maí verði kosið um framtíð lands og framtíð þjóðar.
Kosningar 2007 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira