Spá sexföldum hagnaði hjá Sony 13. apríl 2007 12:14 Viðskiptavinur kaupir PS3 leikjatölvuna frá Sony í fyrra. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa í japanska hátækniframleiðandanum Sony hækkaði talsvert í dag og hefur ekki verið hærra í fimm ár. Ástæðan fyrir hækkuninni er spá japanska viðskiptablaðsins Nikkei að hagnaður Sony muni sexfaldast á árinu. Blaðið bendir á að sala á flatskjám Sony muni aukast á þessu ári og því næsta auk þess sem gert er ráð fyrir að sala á PlayStation 3 leikjatölvunni muni glæðast á árinu. Spáir blaðið því að hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta og gjöld muni nema allt að 400 milljörðum jena, jafnvirði 222 milljarða íslenskra króna. Afkomutölur Sony fyrir síðasta ár liggja enn ekki fyrir en gert er ráð fyrir að hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta muni nema 60 milljörðum jena, jafnvirði rúmra 33 milljarða íslenskra króna. Mestu munar um mikinn kostnað við nýju leikjatölvuna. Erlent Fréttir Leikjavísir Viðskipti Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bob Weir látinn Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira
Gengi hlutabréfa í japanska hátækniframleiðandanum Sony hækkaði talsvert í dag og hefur ekki verið hærra í fimm ár. Ástæðan fyrir hækkuninni er spá japanska viðskiptablaðsins Nikkei að hagnaður Sony muni sexfaldast á árinu. Blaðið bendir á að sala á flatskjám Sony muni aukast á þessu ári og því næsta auk þess sem gert er ráð fyrir að sala á PlayStation 3 leikjatölvunni muni glæðast á árinu. Spáir blaðið því að hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta og gjöld muni nema allt að 400 milljörðum jena, jafnvirði 222 milljarða íslenskra króna. Afkomutölur Sony fyrir síðasta ár liggja enn ekki fyrir en gert er ráð fyrir að hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta muni nema 60 milljörðum jena, jafnvirði rúmra 33 milljarða íslenskra króna. Mestu munar um mikinn kostnað við nýju leikjatölvuna.
Erlent Fréttir Leikjavísir Viðskipti Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bob Weir látinn Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira