Áframhaldandi árangur en ekki stopp Björn Gíslason skrifar 10. apríl 2007 12:34 Ráðherrar Framsóknarflokksins og Sæunn Stefánsdóttir, ritari flokksins, kynna stefnumál flokksins í dag. MYND/Stöð 2 12 mánaða fæðingarorlof, hækkun frítekjumarks á tekjur lífeyrisþega og lækkun virðisaukaskatts á lyfjum og barnavörum í sjö prósent er meðal þeirra stefnumála sem Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á á næsta kjörtímabili. Forystumenn flokksins kynntu stefnuskrána fyrir komandi þingkosningar á blaðamannafundi á Nordica-hótelinu í dag.Fram kom í máli þeirra að þeir legðu mikla áherslu á áframhaldandi árangur í efnahags- og atvinnumálum en þeir vöruðu við hvers konar stoppi. Halda þyrfti áfram að byggja upp kröftugt og samkeppnisfært atvinnulíf og tryggja afkomuöryggi í öllum byggðum landsins.Auk lengra fæðingarorlofs og hækkunar á frítekjumarki vilja framsóknarmenn hækka skattleysismörk í 100 þúsund krónur og fella niður stimpilgjöld. Þá vilja þeir að lán Íbúðalánasjóðs miðist við markaðsverð en ekki brunabótamat og að vaxtabætur verði hækkaðar.Sömuleiðis vill Framsóknarflokkurinn breyta fjölbýlum á dvalar- og hjúkrunarheimilum í einbýli þannig að einungis verði einstaklingsrými á slíkum heimilum. Enn fremur vill flokkurinn ókeypis tannvernd til átján ára aldurs og auknar niðurgreiðslur á tannviðgerðum.Í byggðamálaum vill Framsóknarflokkurinn efla nýsköpun og háskólanám og jafnframt draga úr flutningskostnaði fyrirtækja á landsbyggðinni. Enn fremur vill flokkurinn að þjóðvegir út frá höfuðborginni veði tvöfaldaðir og að unnið verði að jarðgangagerð á tveimur eða þremur stöðum samtímis næstu áratugi.Þá vill flokkurinn víðtæka sátt um þjóðareign á auðlindum og sérstakan auðlindasjóð þjóðarinnar og jafnframt gera verndar- og nýtingaráætlanir fyrir auðlindir í jörðu og vatnsafl sem taki gildi ekki síðar en árið 2010.Enn fremur vill Framsóknarflokkurinn að námslán mæti raunverulegri framfærsluþörf og að þriðjungur námslána breytist í styrk ef fólk lýkur námi á tilskildum tíma.Bæði Jón Sigurðusson, formaður Framsóknarflokksins, og Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra, lögðu áherslu á að um stefnumál væri að ræða en ekki loforð. Þau væru raunhæf og ábyrg en ekki væri verið að efna til útgjaldaveislu. Sagði Jón að kostnaður við helstu stefnumálin væri metinn á annan tug milljarða. Kosningar 2007 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
12 mánaða fæðingarorlof, hækkun frítekjumarks á tekjur lífeyrisþega og lækkun virðisaukaskatts á lyfjum og barnavörum í sjö prósent er meðal þeirra stefnumála sem Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á á næsta kjörtímabili. Forystumenn flokksins kynntu stefnuskrána fyrir komandi þingkosningar á blaðamannafundi á Nordica-hótelinu í dag.Fram kom í máli þeirra að þeir legðu mikla áherslu á áframhaldandi árangur í efnahags- og atvinnumálum en þeir vöruðu við hvers konar stoppi. Halda þyrfti áfram að byggja upp kröftugt og samkeppnisfært atvinnulíf og tryggja afkomuöryggi í öllum byggðum landsins.Auk lengra fæðingarorlofs og hækkunar á frítekjumarki vilja framsóknarmenn hækka skattleysismörk í 100 þúsund krónur og fella niður stimpilgjöld. Þá vilja þeir að lán Íbúðalánasjóðs miðist við markaðsverð en ekki brunabótamat og að vaxtabætur verði hækkaðar.Sömuleiðis vill Framsóknarflokkurinn breyta fjölbýlum á dvalar- og hjúkrunarheimilum í einbýli þannig að einungis verði einstaklingsrými á slíkum heimilum. Enn fremur vill flokkurinn ókeypis tannvernd til átján ára aldurs og auknar niðurgreiðslur á tannviðgerðum.Í byggðamálaum vill Framsóknarflokkurinn efla nýsköpun og háskólanám og jafnframt draga úr flutningskostnaði fyrirtækja á landsbyggðinni. Enn fremur vill flokkurinn að þjóðvegir út frá höfuðborginni veði tvöfaldaðir og að unnið verði að jarðgangagerð á tveimur eða þremur stöðum samtímis næstu áratugi.Þá vill flokkurinn víðtæka sátt um þjóðareign á auðlindum og sérstakan auðlindasjóð þjóðarinnar og jafnframt gera verndar- og nýtingaráætlanir fyrir auðlindir í jörðu og vatnsafl sem taki gildi ekki síðar en árið 2010.Enn fremur vill Framsóknarflokkurinn að námslán mæti raunverulegri framfærsluþörf og að þriðjungur námslána breytist í styrk ef fólk lýkur námi á tilskildum tíma.Bæði Jón Sigurðusson, formaður Framsóknarflokksins, og Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra, lögðu áherslu á að um stefnumál væri að ræða en ekki loforð. Þau væru raunhæf og ábyrg en ekki væri verið að efna til útgjaldaveislu. Sagði Jón að kostnaður við helstu stefnumálin væri metinn á annan tug milljarða.
Kosningar 2007 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira