Erlent

Þrír ákærðir fyrir sprengjuárásir í Lundúnum.

Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir þátttöku í sprengjutilræðunum í Lundúnum þann 7. júlí 2005. Þetta eru fyrstu ákærurnar vegna sprenginganna sem urðu alls 52 að bana.

Mohammed Shakil, 30 ára, Shipon Ullah, 23 ára, og Sadeer Saleem, 26 ára, voru ákærðir fyrir samsæri um að valda sprengingum í samskiptakerfi borgarinnar sem og ferðamannastöðum hennar. Scotland Yard sagði að rannsókn á málinu væri enn í gangi og að enn ætti eftir að handtaka fleiri vegna þess.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×