Körfubolti

Fannar Ólafs: KR vantar pening í kassann

Fannar Ólafsson ræðir hér við dómara í leik með KR
Fannar Ólafsson ræðir hér við dómara í leik með KR Mynd/Daniel

Fannar Ólafsson, miðherji KR, var að vonum kátur með sigur hans manna á Snæfelli í fjórða leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld. Hann sagði KR-liðið loksins hafa sýnt sitt rétta andlit í einvíginu og hlakkar til að spila oddaleikinn á fimmtudaginn.

"Við ætluðum að koma mjög sterkir inn í þennan leik í kvöld og hugsa ekkert lengra en það. Þeir eru alltaf að kvarta yfir því gjaldkerarnir hjá KR að vanti pening í kassann, svo við ákváðum bara að hafa þetta þrjá leiki á heimavelli," sagði Fannar Ólafsson glettinn í samtali við Guðjón Guðmundsson á Sýn í kvöld.

"Við vorum að frákasta mjög vel í kvöld og það skapaði okkur öll þessi hraðaupphlaup. Við höfum mikla breidd og það geta allir skorað mikið hjá okkur. Þetta er fyrsti leikurinn í einvíginu sem við spilum af einvherju viti og þeir eru búnir að stela af okkur tveimur sigrum. Við ætlum því að halda þessu áfram og spila svona vel á fimmtudaginn," sagði Fannar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×