Kaffibandalagið sagt búið að vera 2. apríl 2007 12:26 Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent í stjórnmálafræði, segir að kaffibandalag Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra sé búið að vera. Nýlegar auglýsingar Frjálslyndra um að hefta innflutning erlends vinnuafls til landsins samræmist alls ekki stefnu Samfylkingar og Vinstri grænna. Frjálsyndir birtu heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu í gær og var yfirskrift hennar : Viljum við sitja uppi með sömu vandamál og aðrar þjóðir sem, hafa leyft óhindraðan innflutning erlends vinnuafls. Eiríkur Bergmann Einarsson dósent í stjórnmálafræði segir auglýsingar Frjálslyndra um helgina hafi gert útslagið. „Mér sýnist einboðið að síendurtekin andstaða Frjálslynda flokksins við innflytjendur og núna seinast þegar það er staðfest formlega með þessari auglýsingu geri það að verkum að það verði mjög erfitt að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum og Samfylkingu . Að því leytinu til er þetta kaffibandalag búið að vera að mínu viti," segir Eiríkur. Eiríkur segir að afstaða Frjálslyndra með auglýsingingum ýti flokknum endanlega á hliðarlínuna í kosningabaráttunni. Hann segir afstöðu þeirra algerlega í andstæðu við allt sem Samfylkingin og Vinstri grænir hafi sagt um þetta samstarf. Í auglýsingu Frjálslyndra sagði enn fremur að flokkurinn hygðist beita sér fyrir því að undanþága í EES samningnum um innflutning verkafólks yrði nýtt og honum stjórnað. Eiríkur segir að hægt sé að nýta sér undanþáguákvæðið ef allt riðlist í þjóðfélaginu vegna of mikils innflutnings. Ekkert af því hafi hins vegar gerst á ÍSlandi staðan hér á landi sé ekkert öðruvísi hér en í öðrum Evrópuríkjum. Þannig að ef við myndum beita undanþáguákvæði EES þá jafngilti það uppsögn EES-samningsins . Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingar vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað og ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon formann Vinstri Grænna sem er erlendis. Kosningar 2007 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent í stjórnmálafræði, segir að kaffibandalag Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra sé búið að vera. Nýlegar auglýsingar Frjálslyndra um að hefta innflutning erlends vinnuafls til landsins samræmist alls ekki stefnu Samfylkingar og Vinstri grænna. Frjálsyndir birtu heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu í gær og var yfirskrift hennar : Viljum við sitja uppi með sömu vandamál og aðrar þjóðir sem, hafa leyft óhindraðan innflutning erlends vinnuafls. Eiríkur Bergmann Einarsson dósent í stjórnmálafræði segir auglýsingar Frjálslyndra um helgina hafi gert útslagið. „Mér sýnist einboðið að síendurtekin andstaða Frjálslynda flokksins við innflytjendur og núna seinast þegar það er staðfest formlega með þessari auglýsingu geri það að verkum að það verði mjög erfitt að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum og Samfylkingu . Að því leytinu til er þetta kaffibandalag búið að vera að mínu viti," segir Eiríkur. Eiríkur segir að afstaða Frjálslyndra með auglýsingingum ýti flokknum endanlega á hliðarlínuna í kosningabaráttunni. Hann segir afstöðu þeirra algerlega í andstæðu við allt sem Samfylkingin og Vinstri grænir hafi sagt um þetta samstarf. Í auglýsingu Frjálslyndra sagði enn fremur að flokkurinn hygðist beita sér fyrir því að undanþága í EES samningnum um innflutning verkafólks yrði nýtt og honum stjórnað. Eiríkur segir að hægt sé að nýta sér undanþáguákvæðið ef allt riðlist í þjóðfélaginu vegna of mikils innflutnings. Ekkert af því hafi hins vegar gerst á ÍSlandi staðan hér á landi sé ekkert öðruvísi hér en í öðrum Evrópuríkjum. Þannig að ef við myndum beita undanþáguákvæði EES þá jafngilti það uppsögn EES-samningsins . Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingar vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað og ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon formann Vinstri Grænna sem er erlendis.
Kosningar 2007 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira