Sautján sendiherrar á kjörtímabilinu 1. apríl 2007 19:15 Á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka hafa sautján nýir sendiherrar verið skipaðir í embætti á vegum utanríkisráðuneytisins og tvö ný sendiráð opnuð. Framlag úr ríkissjóði til sendiráða Íslands hefur hækkað nokkuð til samræmis við það. Í dag var ræðismannsskrifstofa Íslands opnuð í Færeyjum, sem að líkindum verður síðasta íslenska sendiskriftstofan sem tekin verður í notkun á erlendri grund þetta kjörtímabilið. Óhætt er að segja að umsvif utanríkisráðuneytisins hafi aukist nokkuð á þessum árum. Þannig var ný sendiskrifstofa opnuð í Nýju-Delí á Indlandi og önnur í Róm tekin í notkun eftir nokkurt hlé. Þá var sendiráð Íslands í Mapútó í Mósambík flutt til Pretoríu í Suður-Afríku. Frá árinu 2004 hafa svo skrifstofur Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Afríku haft stöðu sendiráða gagnvart þeim sex ríkjum þar sem þær starfa. Alls eru því 29 íslenskar sendiskrifstofur starfræktar erlendis. Þegar kemur að sjálfum sendiherrunum kemur í ljós að síðastliðin fjögur ár hafa sautján slíkir verið skipaðir. Fyrstu fimmtán mánuði kjörtímabilsins skipaði Halldór Ásgrímsson fimm sendiherra, Davíð Oddsson skipaði svo níu árið sem hann sat í embætti, Geir Haarde þrjá en Valgerður Sverrisdóttir engan. Á dögunum gagnrýndi starfsmannaráð flutningsskyldra starfsmanna í utanríkisþjónustunni að hlutfall pólitískt skipaðra sendiherra væri hærra hérlendis en á hinum Norðurlöndunum og sérstaklega hefði kveðið rammt að slíkum skipunum á síðustu árum. Dæmi um það eru skipanir Tómasar Inga Olrich, fyrrverandi menntamálaráðherra, Júlíusar Hafstein og Markúsar Arnar Antonssonar. Að öllu þessu sögðu þarf ekki að koma á óvart að framlag úr ríkissjóði til sendiráðanna hefur aukist jafnt og þétt. Það var árið 2003 1.654 milljónir en í ár er gert ráð fyrir að 1.803 milljónir renni til þessa málaflokks. Þá sem áhyggjur hafa af því að útgjöld muni aukast enn vegna ræðismannsskrifstofunnar í Þórshöfn má hugga með því að í staðinn verður fækkað um einn útsendan fulltrúa í Stokkhólmi og húsnæði hans þar selt. Fréttir Innlent Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Sjá meira
Á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka hafa sautján nýir sendiherrar verið skipaðir í embætti á vegum utanríkisráðuneytisins og tvö ný sendiráð opnuð. Framlag úr ríkissjóði til sendiráða Íslands hefur hækkað nokkuð til samræmis við það. Í dag var ræðismannsskrifstofa Íslands opnuð í Færeyjum, sem að líkindum verður síðasta íslenska sendiskriftstofan sem tekin verður í notkun á erlendri grund þetta kjörtímabilið. Óhætt er að segja að umsvif utanríkisráðuneytisins hafi aukist nokkuð á þessum árum. Þannig var ný sendiskrifstofa opnuð í Nýju-Delí á Indlandi og önnur í Róm tekin í notkun eftir nokkurt hlé. Þá var sendiráð Íslands í Mapútó í Mósambík flutt til Pretoríu í Suður-Afríku. Frá árinu 2004 hafa svo skrifstofur Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Afríku haft stöðu sendiráða gagnvart þeim sex ríkjum þar sem þær starfa. Alls eru því 29 íslenskar sendiskrifstofur starfræktar erlendis. Þegar kemur að sjálfum sendiherrunum kemur í ljós að síðastliðin fjögur ár hafa sautján slíkir verið skipaðir. Fyrstu fimmtán mánuði kjörtímabilsins skipaði Halldór Ásgrímsson fimm sendiherra, Davíð Oddsson skipaði svo níu árið sem hann sat í embætti, Geir Haarde þrjá en Valgerður Sverrisdóttir engan. Á dögunum gagnrýndi starfsmannaráð flutningsskyldra starfsmanna í utanríkisþjónustunni að hlutfall pólitískt skipaðra sendiherra væri hærra hérlendis en á hinum Norðurlöndunum og sérstaklega hefði kveðið rammt að slíkum skipunum á síðustu árum. Dæmi um það eru skipanir Tómasar Inga Olrich, fyrrverandi menntamálaráðherra, Júlíusar Hafstein og Markúsar Arnar Antonssonar. Að öllu þessu sögðu þarf ekki að koma á óvart að framlag úr ríkissjóði til sendiráðanna hefur aukist jafnt og þétt. Það var árið 2003 1.654 milljónir en í ár er gert ráð fyrir að 1.803 milljónir renni til þessa málaflokks. Þá sem áhyggjur hafa af því að útgjöld muni aukast enn vegna ræðismannsskrifstofunnar í Þórshöfn má hugga með því að í staðinn verður fækkað um einn útsendan fulltrúa í Stokkhólmi og húsnæði hans þar selt.
Fréttir Innlent Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Sjá meira