Innlent

Fyrsta súrálssendingin komin til Reyðarfjarðar

Reyðarfjörður
Reyðarfjörður MYND/Vilhelm Gunnarsson

Fyrsta sendingin af súráli kom til Reyðarfjarðar um hádegisbilið í dag. Þetta eru tímamót í starfsemi álvers Alcoa Fjarðaráls, en súrál er meginuppistaða hráefnis í áli.

Nú styttist í að hið nýja álver taki til starfa. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að 39 þúsund tonn hafi komið til lands í dag með flutningaskipinu Pine Arrow. Súrálið kemur frá vesturhluta Ástralíu og það tók skipið 44 sólarhringa að sigla til Íslands. Tæp tvö tonn súráls þarf til að framleiða eitt tonn af áli.

Um 400 manns munu starfa í álverinu á Reyðarfirði. En það er nútímalegasta og glæsilegasta álverið innan Alcoa-fjölskyldunnar segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×