Handbolti

Viggó kominn aftur til Hauka (myndband)

Viggó Sigurðsson er öllum hnútum kunnugur hjá Haukum. Hann þjálfaði liðið frá 2000 - 2004 þá var Páll Ólafsson aðstoðarmaður hans.
Viggó Sigurðsson er öllum hnútum kunnugur hjá Haukum. Hann þjálfaði liðið frá 2000 - 2004 þá var Páll Ólafsson aðstoðarmaður hans. MYND/Pjetur

Viggó Sigurðsson er á ný kominn í þjálfarateymi Hauka í Hafnarfirði eftir þriggja ára fjarveru. Viggó mun aðstoða Pál Ólafsson þjálfara á lokaspretti Íslandsmótsins í handbolta en Haukar eru í bullandi fallbaráttu. Viggó útilokar ekki að snúa aftur til Flensburg í þýskalandi.

Eftir tap gegn Akureyri um helgina er Haukaliðið aðeins tveimur stigum frá fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir.  Viggó þekkir vel til hjá Haukum en þar þjálfaði hann til margra ára, síðast árið 2004. Þá hætti hann með látum eftir að hafa komist að því að stjórn félagsins hygðist ekki framlengja samninginn við hann. Viggó hefur í millitíðinni þjálfað íslenska landsliðið og þýska stórliðið Flensburg.

Viðtal við Viggó er hægt að sjá í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×