Fótbolti

Skoraði fjögur mörk gegn Rússum

Kolbeinn Sigþórsson, 17 ára knattspyrnumaður í HK, skoraði 4 mörk gegn Evrópumeisturum Rússa um helgina, þegar drengjalandsliðið tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum Evrópukeppninnar. En Rússar sátu eftir í milliriðlinum með sárt ennið og komust ekki í úrslit.

Kolbeinn skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik gegn Rússum þar sem Íslendingar höfðu sigur , 6 - 5. En þessi bráðefnilegi piltur, sem er bróðir Andra Sigþórssonar fyrrum KR-ings og atvinnumanns, skoraði sex af átta mörkum Íslands í keppninni.

Kolbeinn hefur vakið óskipta athygli stórliða í Evrópu en gegn Rússum fetaði hann í fótspor Eyjólfs Sverrissonar landsliðsþjálfara sem skoraði fjögur mörk í unglingalandsleik gegn Finnum árið 1989. Kolbeinn var lítillátur þegar Arnar Björnsson spjallaði við hann í dag. Enska stórliðið Arsenal hefur lengi haft áhuga á Kolbeini og það er draumaliðið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×