Innlent

Biður menn að ,,perrast" annars staðar

Stefán Konráðsson, framkvæmdarstjóri ÍSÍ, gerir karlakvöld íþróttafélaga að umtalsefni sínu í pistli á vef ÍSÍ í gær. Þar segist hann hafa heyrt af því að nýlega hafi íþróttafélag haldið herrakvöld þar sem erótískar dansmeyjar hafi verið fengnar til að skemmta gestunum. Stefán segir í pistlinum að sér hafi verið brugðið við þetta sérstaklega í ljósi þeirrar umræðu sem varð í kringum mansal og vændi í kringum Ólympíuleikana í Aþenu og Heimsmeistarakeppni í knattspyrnu í Þýskalandi síðastliðið sumar.

Stefán spyr hvort tilgangurinn með slíkum herrakvöldum sé að tvö til fjögurhunduð karlar fái kynörvun við það að horfa á eina eða tvær naktar stúlkur dansa. Hann veltir fyrir sér skilaboðunum sem þessi félög senda stúlkum og drengjum í íþróttahreyfingunni og segir svo: ,,Skilaboðin eru að mínu mati afar röng og í raun púkó og þau eru alls ekki í takt við það samfélag sem við viljum leggja áherslu á. Skilaboðin eru í raun kvenfyrirlitning" Að lokum segir Stefán að íþróttahreyfingin geti ekki látið svona uppákomur viðgangast þar biður þá sem vilja ,,perrast" á þessu sviði um að gera það á öðrum vettvangi.

Pistilinn má lesa í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×