Innlent

Afmælistónleikar kvennakórs Kópavogs

Kvennakór Kópavogs.
Kvennakór Kópavogs.

Kvennakór Kópavogs heldur afmælistónleika í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 25. mars. Gestir á tónleikunum eru Regína Ósk og Englakórinn, undir stjórn Natalíu Chow Hewlett.

Í byrjun apríl leggst kórinn síðan í víking til Búdapest og tekur þar þátt í kórakeppni sem ber heitið Musica Mundi. Stofnandi kórsins er Natalia Chow Hewlett og undirleikari frá upphafi er Julian Hewlett.

Efnisskrá kórssins hefur verið fjölbreytt, sem dæmi má nefna þjóðlög frá ýmsum löndum, kirkjutónlist, bítlalög og negrasálma. Kórinn hefur einnig sungið á fjölmörgum tungumálum eins og ensku, ítölsku, latínu, þýsku, kínversku og ungversku.

Tónleikarnir verða haldnir klukkan 14 og miðaverð er 1500/1200 krónur. Aðgangur er ókeypis fyrir börn 12 ára og yngri.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×