Heilsan á að njóta vafans 20. mars 2007 18:59 Heilsan á að njóta vafans þegar menn taka ákvörðun um stækkun álversins, segir Finnbogi Óskarsson efnafræðingur á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Hann segir langtímaáhrif mengunar á íbúa ekki þekkt og því borgi sig ekki að taka þá áhættu að tvö- til þrefalda mengun frá álverinu. Tveir Hafnfirðingar, verkfræðingur og efnafræðingur, hafa tekið saman töflu yfir núverandi mengun frá álverinu í Straumsvík samkvæmt tölum frá 2005 og borið saman við mengunarmarkmið álversins ef stækkun þess verður samþykkt. Þriðja súlan sýnir svo hvað mengunin getur mest orðið miðað við starfsleyfið. Vindur blæs yfir Hafnarfjörð sjötta hvern dag að meðaltali. Finnbogi Óskarsson efnafræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands segir að þótt ekkert bendi til þess að mengun við stækkað álver fari yfir gróður- og heilsuverndarmörk sé ástæða til að hafa varann á. "Við getum ekki sagt fyrir víst að langtímaáhrif verði engin." Álverið í Straumsvík fór í gang fyrir tæpum fjörutíu árum og stóriðja hefur verið starfrækt víða um heim í áratugi. Finnbogi segir samt ekki orðið ljóst hvort mengun frá álverum geti haft heilsupillandi áhrif eða ekki. Maðurinn sé flókin lífvera og hugsanlegt að langtímaáhrif á íbúa geti orðið meiri en skammtímaáhrif á fólk sem starfi í álverinu 8 tíma á dag. "Þó að það sé ekkert mér vitanlega sem bendi til þess að þetta sé beinlínis hættulegt þá held ég að það borgi sig ekki að taka neina sénsa í þeim efnum." -Þannig að þér finnst að heilsan eigi að njóta vafans? "Já, í öllum tilfellum held ég." Efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun sagði nýlega í fréttum okkar að í loftmengun væri svifryk skaðlegast heilsu manna og benti á að eftir stækkun álversins myndu um 400 tonn af ryki berast frá álverinu. Ryk frá umferð á höfuðborgarsvæðinu væri hins vegar mælt í tugum þúsunda tonna á ári. Finnbogi segir heildarsummuna það sem gildi. "Það er erfitt að leggja af samgöngur til að forðast mengun, sama hvort það er á Reykjanesbrautinni eða Miklubrautinni en Hafnfirðingar hafa hins vegar val um hvort þeir stækka álverið eða ekki." Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Sjá meira
Heilsan á að njóta vafans þegar menn taka ákvörðun um stækkun álversins, segir Finnbogi Óskarsson efnafræðingur á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Hann segir langtímaáhrif mengunar á íbúa ekki þekkt og því borgi sig ekki að taka þá áhættu að tvö- til þrefalda mengun frá álverinu. Tveir Hafnfirðingar, verkfræðingur og efnafræðingur, hafa tekið saman töflu yfir núverandi mengun frá álverinu í Straumsvík samkvæmt tölum frá 2005 og borið saman við mengunarmarkmið álversins ef stækkun þess verður samþykkt. Þriðja súlan sýnir svo hvað mengunin getur mest orðið miðað við starfsleyfið. Vindur blæs yfir Hafnarfjörð sjötta hvern dag að meðaltali. Finnbogi Óskarsson efnafræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands segir að þótt ekkert bendi til þess að mengun við stækkað álver fari yfir gróður- og heilsuverndarmörk sé ástæða til að hafa varann á. "Við getum ekki sagt fyrir víst að langtímaáhrif verði engin." Álverið í Straumsvík fór í gang fyrir tæpum fjörutíu árum og stóriðja hefur verið starfrækt víða um heim í áratugi. Finnbogi segir samt ekki orðið ljóst hvort mengun frá álverum geti haft heilsupillandi áhrif eða ekki. Maðurinn sé flókin lífvera og hugsanlegt að langtímaáhrif á íbúa geti orðið meiri en skammtímaáhrif á fólk sem starfi í álverinu 8 tíma á dag. "Þó að það sé ekkert mér vitanlega sem bendi til þess að þetta sé beinlínis hættulegt þá held ég að það borgi sig ekki að taka neina sénsa í þeim efnum." -Þannig að þér finnst að heilsan eigi að njóta vafans? "Já, í öllum tilfellum held ég." Efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun sagði nýlega í fréttum okkar að í loftmengun væri svifryk skaðlegast heilsu manna og benti á að eftir stækkun álversins myndu um 400 tonn af ryki berast frá álverinu. Ryk frá umferð á höfuðborgarsvæðinu væri hins vegar mælt í tugum þúsunda tonna á ári. Finnbogi segir heildarsummuna það sem gildi. "Það er erfitt að leggja af samgöngur til að forðast mengun, sama hvort það er á Reykjanesbrautinni eða Miklubrautinni en Hafnfirðingar hafa hins vegar val um hvort þeir stækka álverið eða ekki."
Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Sjá meira