Innlent

Laganemar aðstoða innflytjendur

Alþjóðahús er að Hverfisgötu 18.
Alþjóðahús er að Hverfisgötu 18. MYND/Róbert

Innflytjendur fá ókeypis lögfræðiþjónustu hjá laganemum Háskólans í Reykjavík frá og með morgundeginum. Þjónustan fer fram á efstu hæð Alþjóðahússins við Hverfisgötu. Að henni munu starfa laganemar á þriðja til fimmta námsári.

Markmiðið er að veita aðstoð á hvaða réttarsviði sem er. Þjónustan er liður í að efla réttarvitund og þjónustu við innflytjendur á Íslandi. Þannig séu aðfluttir boðnir velkomnir um leið og laganemar öðlast dýrmæta reynslu.

Svarað verður í síma þjónustunnar 551-5800 á miðvikudögum milli klukkan 17 og 21. Á sama tíma gefst innflytjendum kostur á að mæta í Alþjóðahús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×