Boris og félagar óvinsælir í Íran 19. mars 2007 20:00 Írönum þótti Boris og félagar hans full hrikalegir í viðskiptum sínum við kvenþjóðina Mynd/Hari Kraftakeppni var aflýst í Íran eftir að norskur keppandi gekk fram af siðgæðislögreglu landsins. Hann lyfti tveimur konum upp, eins og kraftajötna er von og vísa, og hlaut bágt fyrir. Kristinn Óskar Haraldsson "Boris" segir að mótið hafi verið blásið af og allir jötnarnir hvattir til að fara úr landi hið fyrsta. Mótið heitir World Strong Man Cup og haldið víða um heim. Fyrsta mót þessa árs átti að halda á Kish-eyju sem tilheyrir Íran. Keppendur komu víða að - þar á meðal frá Norðurlöndunum og Austur-Evrópu. Fyrir Íslands hönd keppti Kristinn Óskar Haraldsson, einnig þekktur sem Boris. Hann segir mótið hafa gengið mis vel fyrir sig og siðgæðisverðir gert ýmsar athugasemdir við hegðan keppenda. Uppúr hafi soðið á föstudaginn þegar mótið hafi tafist vegna bilunar í tækjabúnaði. Þá hafi áhorfendur leitað eftir því að fá myndir af sér með keppendum. Einn þeirra, Arild Haugen frá Noregi, hafi orðið við ósk tveggja íranskra kvenna og um leið lyft þeim upp. Mynd hafi verið tekin af því. Lögregla og eftirlitsmenn hafi sé þetta og konurnar þegar handteknar. Kristinn Óskar segir að Haugen hafi verið gert að skrifa afsökunarbréf þar sem hann tæki fram að hann hafi ekki meint neitt illt með gjörðum sínum. Síðan hafi mótshaldari skilað því til lögreglu en þá verið umsvifalaust settur í steininn. Kristinn Óskar segir að keppendum hafi ekki verið sparkað úr landi en þó gert grein fyrir að æskilegast væri að þeir færu. Það hafi hentað vel því flestir hafi átt flug heim á laugardeginum. Innlendar Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira
Kraftakeppni var aflýst í Íran eftir að norskur keppandi gekk fram af siðgæðislögreglu landsins. Hann lyfti tveimur konum upp, eins og kraftajötna er von og vísa, og hlaut bágt fyrir. Kristinn Óskar Haraldsson "Boris" segir að mótið hafi verið blásið af og allir jötnarnir hvattir til að fara úr landi hið fyrsta. Mótið heitir World Strong Man Cup og haldið víða um heim. Fyrsta mót þessa árs átti að halda á Kish-eyju sem tilheyrir Íran. Keppendur komu víða að - þar á meðal frá Norðurlöndunum og Austur-Evrópu. Fyrir Íslands hönd keppti Kristinn Óskar Haraldsson, einnig þekktur sem Boris. Hann segir mótið hafa gengið mis vel fyrir sig og siðgæðisverðir gert ýmsar athugasemdir við hegðan keppenda. Uppúr hafi soðið á föstudaginn þegar mótið hafi tafist vegna bilunar í tækjabúnaði. Þá hafi áhorfendur leitað eftir því að fá myndir af sér með keppendum. Einn þeirra, Arild Haugen frá Noregi, hafi orðið við ósk tveggja íranskra kvenna og um leið lyft þeim upp. Mynd hafi verið tekin af því. Lögregla og eftirlitsmenn hafi sé þetta og konurnar þegar handteknar. Kristinn Óskar segir að Haugen hafi verið gert að skrifa afsökunarbréf þar sem hann tæki fram að hann hafi ekki meint neitt illt með gjörðum sínum. Síðan hafi mótshaldari skilað því til lögreglu en þá verið umsvifalaust settur í steininn. Kristinn Óskar segir að keppendum hafi ekki verið sparkað úr landi en þó gert grein fyrir að æskilegast væri að þeir færu. Það hafi hentað vel því flestir hafi átt flug heim á laugardeginum.
Innlendar Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira