Innlent

Eldfjallagarður á Reykjanesskaga

Frá Reykjanesi.
Frá Reykjanesi. MYND/Heiða Helgadóttir

Reykjanesskagi verður eldfjallagarður og fólkvangur nái framtíðarsýn Landverndar á Reykjanesskaga fram að ganga. Sólarsamtökin í Straumi, Suðurnesjum og á Suðurlandi halda opna ráðstefnu um málið í Hafnarfirði 24. mars.

Þar verður farið yfir hvað skaginn hefur upp á að bjóða varðandi náttúruvernd, útivist, ferðamennsku og nýtingu jarðvarma- og jarðhitaefna. Eldfjallagarður tengir þessa þætti saman.

Í fréttatilkynningu segir að umræðan þyki tímabær í sambandi við kosningu um stækkun álversins í Straumsvík, áform um álver í Helguvík og hugmyndir um jarðvarmavirkjanir á Reykjanesskaga.

Fundurinn verður haldin í Hraunseli, að Flatahrauni 3 í Hafnarfirði frá klukkan 14-16:30.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×