Sport

Áhorfendabekkirnir á hafsbotni

Íslandsmótið í áhaldafimleikum stendur nú sem hæst í Fimleikahúsi Ármanns í Laugardalnum. Mótið hefur gengið prýðilega en þó var aðstaða fyrir áhorfendur ekki jafn góð og til stóð, því áhorfendabekkir sem pantaðir voru sérstaklega fyrir mótið lentu í skipsháska.

Þetta kemur til vegna þess að áhorfendabekkir sem sérstaklega átti að fá í hús fyrir mótið lentu í miklum hrakningum í flutningum til landsins - og enduðu á hafsbotni. Bekkirnir áttu að koma í hús á föstudaginn, en vélin í skipinu sem flutti þá til landsins bilaði og því seinkaði för þess til landsins um tvo sólarhringa. Ekki nóg með það, heldur fékk skipið svo á sig brotsjó þegar það loks lagði af stað til Íslands frá Færeyjum með þeim afleiðingum að gámurinn sem hýsti bekkina fór í sjóinn.

Ármenningar hafa þó ekki látið þetta á sig fá og hafa pantað nýja bekki sem væntanlegir eru í hús fyrir vorsýningu fimleikadeildarinnar í lok maí.

Gerplufólkið Viktor Kristmannsson og Margrét Hulda Karlsdóttir urðu í gær Íslandsmeistarar í fjölþraut á fyrri hluta Íslandsmótsins, en því lýkur í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×