Enski boltinn

Chelsea náði að knýja fram annan leik

Frank Lampard og Didier Drogba fagna marki þess fyrrnefnda í dag.
Frank Lampard og Didier Drogba fagna marki þess fyrrnefnda í dag. MYND/Getty

Leikmenn Chelsea sýndu úr hverju þeir eru gerðir með því að skora tvö mörk í síðari hálfleik og tryggja sér þannig 3-3 jafntefli gegn Tottenham á Stamford Bridge í viðureign liðanna í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Liðin þurfa því að eigast við að nýju á White Hart Line, og fer sá leikur fram þann 19. mars næstkomandi.

Dimitar Berbatov skoraði fyrsta markið strax á 5. mínútu en Frank Lampard jafnaði á 28. mínútu. Michael Essien skoraði síðan afar klaufalegt sjálfsmark á 28. mínútu áður en Hossam Ghaly skoraði þriðja mark Tottenham á 36. mínútu, eftir hrikaleg varnarmistök heimamanna.

Allt annað var að sjá til Chelsea í síðari hálfleik og gerði Jose Mourinho ákveðnar breytingar á sínu liði sem virkuðu afar vel. Lampard skoraði sitt annað mark og minnkaði muninn á 71. mínútu og það var síðan Salomon Kalou, nýkominn inn á sem varamaður, sem skoraði jöfnunarmarkið á 86. mínútu.

Bæði lið áttu nokkur fín færi á lokamínútunum og hefðu með smá heppni getað stolið sigrinum. Jermaine Defoe, framherji Tottenham, komst næst því en frábært skot hans hafnaði í þverslánni og sluppu heimamenn því með skrekkinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×