Enski boltinn

Enska knattspyrnusambandið fær lyklavöld að nýjum Wembley

Nýji Wembley-leikvangurinn er hinn glæsilegasta smíð.
Nýji Wembley-leikvangurinn er hinn glæsilegasta smíð. MYND/Getty

Forráðamenn Multiplex, helsta byggingarverktaka hins nýja Wembley-leikvangs í London, hafa afhent fulltrúum enska knattspyrnusambandsins lykla að vellinum, en um er að ræða táknræna athöfn sem margar endalok framkvæmda við leikvanginn. Þó er ekki víst að úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar fari fram á vellinum í maí eins og vonir höfðu verið bundnar við.

Nýji leikvangurinn mun taka 90 þúsund manns í sæti en áður en hann verður notaður fyrir opinberan viðburð á borð við úrslitaleik bikarkeppninnar þarf að halda þar tvo óopinbera viðburði, með að lágmarki 60 þúsund áhorfendum. Þessar kröfur eru gerðar af stjórnvöldum til að ganga úr skugga um að öryggismál séu í lagi og að leikvangurinn sé í stakk búinn til að taka á móti 90 þúsund manns.

"Við erum í skýjunum með að vera loksins komnir inn á leikvanginn og nú fer fram undirbúningsvinna fyrir úrslitaleikinn. Við ætlum að gera allt sem við getum til að leikurinn verði spilaður á Wembley," sagði Brian Barwick, framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×