Enski boltinn

Mourinho viðurkennir deilur við Abramovich

Roman Abramovich bannaði Mourinho að kaupa leikmenn til Chelsea í janúar, við litla kátínu portúgalska stjórans.
Roman Abramovich bannaði Mourinho að kaupa leikmenn til Chelsea í janúar, við litla kátínu portúgalska stjórans. MYND/Getty

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur viðurkennt að hafa lent í deilu við eiganda félagsins, rússneska auðkýfinginn Roman Abramovich, en bætir við að sú deila hafi verið leyst á tiltölulega skömmum tíma. Í dag sé allt í himnalagi á milli þeirra og segist Mourinho ekki vera á leið frá Chelsea í nánustu framtíð.

"Það varð ágreiningur á milli okkar sem snérist að vinnubrögðum þegar félagsskiptaglugginn var opinn í janúar," sagði Mourinho við í viðtali við dagblaðið Correro da Manha í heimalandi sínu.

"Við áttum við meiðsli að stríða og ég lagði mikla áherslu á að styrkja liðið. Abramovich sagði hins vegar nei. Ég var ósammála honum, en virti ákvörðunina þar sem hann er eigandi félagsins," segir Mourinho, sem janframt ítrekaði að hann hefði hug á að klára samning sinn við félagið - sem gildir til sumarsins 2010. "Ég hef tekið ákvörðun um að vera hér áfram og það er undir Chelsea komið hvort það vill nýta starfskrafta mína þangað til."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×