Handbolti

Stjarnan bikarmeistari í karlaflokki

Stjarnan varð einnig bikarmeistari í fyrra.
Stjarnan varð einnig bikarmeistari í fyrra.

Stjarnan varði bikarmeistaratitil sinn í handbolta karla í dag með því að sigra Íslandsmeistara Fram með afar sannfærandi hætti í Laugardalshöllinni, 27-17. Frábær varnarleikur og mögnuð frammistaða Roland Vals Eradze í markinu lagði grunninn að stórsigri Stjörnunnar, en landsliðsmarkvörðurinn varði 27 skot.

Eradze varði alls 27 skot í leiknum og má segja að hann hafi endurtekið leikinn frá því í úrslitaleiknum gegn Haukum fyrra, þar sem hann varði á fjórða tug skota. Sigur Stjörnunnar í dag var fyllilega verðskuldaður, leikmenn liðsins virtust einfaldlega tilbúnari í slaginn en kollegar sínir hjá Fram.

Frábær lokakafli í fyrri hálfleik skilaði Stjörnunni sjö marka forystu í hálfleik, 16-9, en það tók liðin yfir 10 mínútur að brjóta ísinn í fyrri hálfleik. Á þessum tíma fóru markverðir beggja liða á kostum og vörðu eins og berserkir. Það kom snemma í ljós að Framarar voru aldrei líklegir til að minnka muninn og þegar staðan var 22-12 um miðjan hálfleikinn má segja að úrslitin hafi verið ráðin. Sá munur hélst allt til loka leiks og lokatölurnar urðu 27-17.

"Roland er landsliðsmaður og í slíkum klassa. Við vissum alltaf að við gætum spilað svona vörn. Ég átti þó ekki von á því að við myndum vinna svona stóran sigur," sagði fyrirliðinn Patrekur Jóhannesson í viðtali við RÚV eftir leikinn.

"Roland er maður stóru leikjanna og hann sannaði það í dag," sagði þjálfari Stjörnunnar, Kristján Halldórsson, eftir leikinn.

David Kekelia og Tite Kalandadze skoruðu sjö mörk fyrir Stjörnunna og voru markahæstir. Jóhann Gunnar Einarsson skoraði sjö mörk fyrir Fram og Einar Ingi Hrafnsson þrjú. Markverðir liðsins, þeir Björgvin Gústavsson og Magnús Erlendsson vörðu 11 skot hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×