Körfubolti

KR bar siguorð af Tindastól

Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR-inga, þakkaði vörninni sigurinn í kvöld.
Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR-inga, þakkaði vörninni sigurinn í kvöld. MYND/Daníel

KR bar sigur úr býtum í viðureign sinni við Tindastól í Iceland Express deildinni í körfubolta í kvöld. Leikurinn fór fram á Sauðarkróki og endaði 81 - 99. Leikurinn byrjaði með látum og í upphafi var Tindastóll með forustuna. Kr-ingar tóku þó fljótlega við sér og voru skrefinu á undan það allt þangað til í þriðja leikhluta en þá varð jafnt á milli liðanna. Í upphafi fjórða leikhluta lokuðu KR-ingar vörninni og því fór sem fór.

Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, sagði í samtali við Vísi að mikið hefði verið skorað í leiknum og að í hálfleik hefði bæði liðin verið búin að rjúfa 50 stiga múrinn. "Í seinni hálfleik fórum við síðan að spila betri vörn og náðum að koma í veg fyrir að sóknarmenn Tindastóls gætu spilað sinn leik. Það gerði síðan gæfumuninn."

Stigahæstir KR-inga voru Tyson Patterson með 23 stig og Jeremiah Sola með 22 stig. Fannar Ólafsson setti 21 stig í leiknum.

Af Tindastólsmönnum var Vladimir Vujcic stigahæstur með 19 stig, Lamar Karim og Milojica Sekovic með 17 og Svavar Atli Birgisson með 13 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×