Skuldadagar 5. mars 2007 14:00 Bjartur gefur út bókina Skuldadagar eftir Jökul Valsson Söguhetja Skuldadaga er Matti, hálflánlaus náungi, sem ætlar þó svo sannarlega að kippa sínu í lag. Hann þarf bara smá tíma og smá pening. Þegar hann vaknar á föstudagsmorgni og uppgötvar að honum hefur, fyrir undarlega slysni, tekist að glata fíkniefnum sem honum var falið að selja, verður eigandinn ekki glaður. Nú þarf Matti á allri sinni snilligáfu að halda til að koma sér úr vandræðunum. Hann þarf að finna efnin, rukka inn skuldir, forðast handrukkarar og mæta í lambalæri hjá mömmu, allt á einu bretti, og helgin er bara rétt að byrja... Jökli Valssyni hefur tekist að spinna bráðlifandi og grátbroslega lýsingu á raunum ungs gæfulauss einstaklings, sem þráir hið ljúfa líf og skjótfenginn gróða en uppsker ekkert nema vandræði sem vinda upp á sig þar til uppgjör er óumflýjanlegt. Jökull vakti mikla athygli fyrir sína fyrstu skáldsögu, hrollvekjuna Börnin í Húmdölum, og kemur nú á óvart með kraftmikilli samtímasögu úr Reykjavík. "Bráðskemmtileg bók sem heldur fínu jafnvægi milli tilgerðarleysis og húmors." Mbl. 3. nóv "Spennandi afþreying þar sem hraðinn er í fyrirrúmi" Þórunn Hrefna, Víðsjá, 22. nóv Það er Bjartur sem gefur þessa bók út í kilju. Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Söguhetja Skuldadaga er Matti, hálflánlaus náungi, sem ætlar þó svo sannarlega að kippa sínu í lag. Hann þarf bara smá tíma og smá pening. Þegar hann vaknar á föstudagsmorgni og uppgötvar að honum hefur, fyrir undarlega slysni, tekist að glata fíkniefnum sem honum var falið að selja, verður eigandinn ekki glaður. Nú þarf Matti á allri sinni snilligáfu að halda til að koma sér úr vandræðunum. Hann þarf að finna efnin, rukka inn skuldir, forðast handrukkarar og mæta í lambalæri hjá mömmu, allt á einu bretti, og helgin er bara rétt að byrja... Jökli Valssyni hefur tekist að spinna bráðlifandi og grátbroslega lýsingu á raunum ungs gæfulauss einstaklings, sem þráir hið ljúfa líf og skjótfenginn gróða en uppsker ekkert nema vandræði sem vinda upp á sig þar til uppgjör er óumflýjanlegt. Jökull vakti mikla athygli fyrir sína fyrstu skáldsögu, hrollvekjuna Börnin í Húmdölum, og kemur nú á óvart með kraftmikilli samtímasögu úr Reykjavík. "Bráðskemmtileg bók sem heldur fínu jafnvægi milli tilgerðarleysis og húmors." Mbl. 3. nóv "Spennandi afþreying þar sem hraðinn er í fyrirrúmi" Þórunn Hrefna, Víðsjá, 22. nóv Það er Bjartur sem gefur þessa bók út í kilju.
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira