Enski boltinn

Arsenal og Chelsea áfrýja gegn rauðum spjöldum

Cesc Fabregas og Frank Lampard voru aðalmennirnir í handalögmálunum í leiknum en hvorugur þeirra fékk að líta rauða spjaldið.
Cesc Fabregas og Frank Lampard voru aðalmennirnir í handalögmálunum í leiknum en hvorugur þeirra fékk að líta rauða spjaldið. MYND/Getty

Arsenal og Chelsea hafa ákveðið að áfrýja gegn rauðu spjöldunum sem leikmenn þeirra Emmanuel Adebayor og John Obi Mikel.fengu í bikarúrslitaleik liðanna í gær. Tvímenningarnir fengu reisupassann fyrir sinn þátt í uppákomunni sem átti sér stað undir lok leiksins ásamt Kolo Toure. Arsenal sættir sig hins vegar við spjaldið sem hann fékk.

Forráðamenn félagana tóku þessa ákvörðun eftir að hafa horft á myndbandsupptöku af atvikinu en þar sést að það eina sem Mikel gerði af sér var að ýta á móti Toure þegar ryskingarnar hófust. Adebayor blandaði sér fljótlega inn í málin og reyndi að stía mönnum í sundur.

Myndbandsupptökur sýna einnig þegar Emmanuel Eboue hjá Arsenal virðist slá til Wayne Bridge, leikmanns Chelsea, og gæti Eboue átt refsingu yfir höfði sér fyrir þann verknað.

Áfrýjunarnefnd enska knattspyrnusambandsins mun taka málið fyrir á morgun og taka ákvörðun í samræmi við það sem stendur í leikskýrslu dómarans, sem barst sambandinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×