Sport

Ullrich hættir keppni

Jan Ullrich hefur ákveðið að hætta að keppa í hjólreiðum.
Jan Ullrich hefur ákveðið að hætta að keppa í hjólreiðum. MYND/Getty

Þýski hjólreiðakappinn Jan Ullrich hefur tilkynnt að hann sé hættur að keppa opinberlega. Ullrich, sem er 33 ára, bindur þannig enda á nokkurra vikna vangaveltur sem hafa verið á kreiki í heimalandi hans. Ullrich er þekktastur fyrir að hafa unnið Tour de France hjólreiðakeppnina árið 1997.

Ullrich kom fram á blaðamannafundi í Hamurg í morgun þar sem hann tilkynnti um ákvörðun sína. Hann lagði mikið upp úr því að hrekja allan rógburð þess efnis að hann hafi notað ólöguleg lyf til að bæta magnaðan árangur sinn á ferlinum. “Ég hef aldrei nokkurn tímann svindlað. Ég hætti með tandurhreina samvisku,” sagði Ullrich.

Ullrich mun þó ekki hverfa alveg úr hjólreiðaheiminum því hann mun vinna að ráðgjöf og þjálfun hjá hinum ýmsu aðilum, m.a. ástralska hjólreiðasambandinu. “Ég gæti ekki lifað án hjólreiðanna. Þær eru það sem drífur mig áfram í lífinu,” sagði Ullrich.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×