Enski boltinn

Terry fluttur á sjúkrahús

Hér sést þegar Abou Diaby sparkar í andlit John Terry í leiknum í dag sem varð til þess að Terry rotaðist.
Hér sést þegar Abou Diaby sparkar í andlit John Terry í leiknum í dag sem varð til þess að Terry rotaðist. MYND/Getty

John Terry, fyrirliði Chelsea, var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa rotast í viðureign liðsins gegn Arsenal í dag. Að sögn Sky-fréttastofunnar í Englandi þjáðist Terry af ógleði og minnisglöppum þegar hann var borinn af velli um miðjan síðari hálfleik og því var ákveðið að taka enga áhættu. Frank Lampard tók á móti bikarnum í hans stað.

Terry fékk þungt spark í andlitið frá Abou Diaby þegar hann freistaði þess að skalla boltann eftir hornspyrnu Chelsea. Um var að ræða algjört óviljaverk, en Terry féll strax meðvitundarlaus til jarðar. Hann var borinn af velli með hálskraga og súrefnisgrímu en fékk meðvitund fljótlega aftur. Þegar hefur verið staðfest að hann hlaut heilahristing.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×