Enski boltinn

Chelsea sigraði Arsenal í deildabikarnum

Drogba fagnar fyrra marki sínu í dag ásamt liðsfélögum sínum.
Drogba fagnar fyrra marki sínu í dag ásamt liðsfélögum sínum. MYND/Getty

Chelsea tryggði sér nú rétt í þessu enska deildabikarinn með því að leggja Arsenal af velli í úrslitaleik, 2-1. Didier Drogba var hetja Chelsea og skoraði bæði mörk liðsins eftir að Theo Walcott hafði komið Arsenal yfir. Þrír leikmenn fengu að líta rauða spjaldið undir lok leiksins eftir slagsmál leikmanna.

Segja má að Chelsea hafi unnið titilinn á reynslunni en sprækt lið Arsenal var mun sterkari aðilinn í leiknum lengst af. Drogba nýtti hins vegar færi sín afar vel og var síðara mark hans sérstaklega glæsilegt.

Allt ætlaði að sjóða upp úr þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum þegar Kolo Toure hjá Arsenal og John Obi Mikel hjá Chelsea lentu í ryskingum sem leiddu af sér fjöldaslagsmál á milli leikmanna beggja liða. Eftir að leikmenn höfðu róast voru þeir báðir reknir af velli, sem og Emanuel Adebyour hjá Arsenal. Ljóst er að framkoma leikmanna á eftir að draga frekari dilk á eftir sér og á enska knattspyrnusambandið án efa eftir að sekta einstaka leikmenn fyrir sinn þátt í slagsmálunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×