Enski boltinn

Vandræðalaust hjá Tottenham gegn Bolton

Jermaine Jenas og Robbie Keane skoruðu báðir í dag.
Jermaine Jenas og Robbie Keane skoruðu báðir í dag. MYND/Getty

Tottenham átti ekki í neinum vandræðum með að leggja Bolton af velli í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag en eftir aðeins 20. mínútna leik var liðið komið með þriggja marka forystu. Lokatölur urðu 4-1 og er Tottenham komið upp í níunda sæti deildarinnar. Tveir aðrir leikir fóru fram í Englandi í dag.

Robbie Keane skoraði tvívegis fyrir Tottenham í dag en Jermaine Jenas og Aaron sitt markið hvor. Gary Speed klóraði í bakkann fyrir Bolton úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks.

Blacburn vann sannfærandi sigur á Portsmouth á heimavelli sínum, 3-0, þar sem Shabani Nonda skoraði fyrstu tvö mörk Blackburn en Stephen Warnock það þriðja. Blackburn er í 10. sæti deildarinnar eftir leikinn en Portsmouth því áttunda.

Fyrr í dag hafði Wigan unnið gríðarlega mikilvægan sigur á Newcastle og fjarlægst þannig fallsæti enn frekar. Um leið versnaði staða West Ham til muna og er liðið nú níu stigum á eftir Wigan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×