Enski boltinn

Anelka gæti klárað ferilinn hjá Bolton

Nicolas Anelka hefur fest sig í sessi hjá Bolton og átt stóran þátt í velgengni liðsins í ensku deildinni í ár.
Nicolas Anelka hefur fest sig í sessi hjá Bolton og átt stóran þátt í velgengni liðsins í ensku deildinni í ár. MYND/Getty

Franski framherjinn Nicolas Anelka hjá Arsenal hefur lýst því yfir að hann sé jafnvel reiðubúinn að klára feril sinn hjá Bolton, svo ánægður sé hann í herbúðum liðsins. Stjórinn Sam Allardyce þótti taka nokkra áhættu þegar hann samdi við Anelka fyrir þetta tímabil, en sá franski hefur reynst liðinu afar vel og skorað nokkur mikilvæg mörk.

"Ég get alveg séð mig spila hérna út ferilinn. Af hverju ekki?," svaraði Anelka þegar hann var spurður um framtíð sína hjá Bolton í gær. Allardyce hefur hrósað hinum 27 ára gamla framherja í hástert í vetur og vill með engu móti missa sinn besta framherja.

"Ég hef komið víða við á mínum ferli og spilað í mörgum deildum í ólíkum löndum en mér líður vel á Englandi. Ég tel að ég hafi getuna til að spila fyrir stærri félög en Bolton en ég get líka alveg hugsað mér að endast hér næstu árin," bætti Anelka við




Fleiri fréttir

Sjá meira


×