Enski boltinn

Ekkert gengur hjá West Ham

Alan Curbishley, stjóri West Ham, gat ekki leynt vonbrigðum sínum í í leiknum gegn Charlton í dag.
Alan Curbishley, stjóri West Ham, gat ekki leynt vonbrigðum sínum í í leiknum gegn Charlton í dag. MYND/Getty

Íslendingaliðið West Ham beið afhroð í fallslagnum mikla gegn Charlton í ensku úrvalsdeildinni og mátti þola 4-0 tap á útivelli. Við tapið fellur West Ham niður fyrir Charlton í deildinni og er nú í 19. sæti í afar vondri stöðu. Liverpool burstaði Sheffield United með sömu markatölu þar sem Robbie Fowler skoraði tvö mörk.

Darren Ambrose, Jerome Thomas (2) og Darren Bent skoruðu mörk Charlton í dag, en leikmenn liðsins áttu afar auðvelt með að finna glufur á skelfilegri vörn West Ham, sem greinilega er rúið öllu sjálfstrausti eftir ömurlegt gengi síðustu vikur. West Ham er með 20 stig þegar 10 leikir eru eftir af deildinni, þremur stigum minna en Charlton sem er í 18. sæti. Ef Watford nær stigi í leiknum gegn Everton síðar í dag mun West Ham sitja í botnsæti deildarinnar eftir leiki helgarinnar.

Robbie Fowler skoraði tvö mörk úr vítaspyrnum þegar Liverpool gjörsigraði Sheffield United á Anfield, 4-0. Steven Gerrard og Sami Hyypia skoruðu sitthvort markið í síðari hálfleik, en Rafa Benitez gerði sjö breytingar á liði sínu frá því í leiknum gegn Barcelona í Meistaradeildinni á miðvikudag.

Ívar Ingimarsson lék allan leikinn en Brynjar Gunnarsson var allan tímann á varamannabekknum hjá Reading, sem tapaði fyrir Middlesbrough á útivelli, 2-1. Akubu Aiyegbeni og Mark Viduka skoruðu mörk Middlesbrough en John Oster svaraði fyrir Reading undir lokin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×