Enski boltinn

Makelele óánægður með Abramovich

Claude Makelele segir pressuna í herbúðum Chelsea vera óbærilega.
Claude Makelele segir pressuna í herbúðum Chelsea vera óbærilega. MYND/Getty

Hinn franski Claude Makelele, einn reyndasti leikmaðurinn í herbúðum Chelsea, hefur gagnrýnt æðstu yfirmenn félagsins, og þá sér í lagi aðaleigandann Roman Abramovich, harðlega fyrir að byggja upp það sem hann kallar "gríðarlega pressu" á leikmenn og þjálfara liðsins.

"Abramovich segir ekki mikið en við leikmennirnir skynjum þessa miklu pressu sem félagið er að setja á stjórann. Á köflum er pressan svo mikil að hún verður óbærileg. Þessar aðstæður eru ekki vænlegar til árangurs," sagði Makelele við The Sun í Bretlandi.

Makelele segir Mourinho þó hafa staðið sig einstaklega vel í því að létta af pressunni. "Hann gerir allt sem hann getur til að taka pressuna á sig og af okkur leikmönnunum. Það er mjög virðingarvert af honum," bætti Makelele við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×