Innlent

Fæðingarorlofsgreiðslur leiðréttar

Reglugerð um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði og greiðslu fæðingarstyrks hefur verið breytt. Horfið hefur verið frá því að greiðslur úr sjóðnum vegna fyrra fæðingarorlofs verði lagðar til grundvallar við útreikning greiðslna úr sjóðnum í síðara fæðingarorlofi.

Í fréttatilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu segir að foreldrar geti fengið leiðréttingu á umræddum greiðslum komi í ljós að þeir hafi orðið fyrir skerðingu á þeim vegna fyrra fæðingarorlofs.

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra undirritaði breytinguna á reglugerðinni, en nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu um fæðingarorlof.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×