Spenna á milli saksóknara og Jóns Ásgeirs í morgun 13. febrúar 2007 12:50 Hugsanlegt er að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, komi aftur til skýrslutöku í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag þar sem útlit er fyrir að yfirheyrslum yfir honum ljúki ekki á morgun eins og til stóð. Töluverð spenna hefur einkennt samskipti hans og setts saksóknara, Sigurðar Tómasar Magnússonar, við yfirheyrslur vegna meintra bókhaldsbrota í morgun. Fram kom í máli Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs, í morgun að mikilvægt væri að yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri yrði lokið á morgun þar sem hann ætti erindi til útlanda á fimmtudag og gæti þá ekki verið viðstaddur. Var þegar ákveðið að fresta fyrirhuguðu dómsfríi eftir hádegi á morgun til að halda yfirheyrslunum áfram og reyna að ljúka þeim. Hins vegar urðu tafir á störfum dómsins í morgun þegar deilt var um það hvort Jón Gerald Sullenberger, einn ákærðu í málinu, mætti sitja í dómssal á með yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri stæðu yfir. Fór svo að Arngrímur Ísberg, formaður dómsins, ákvað að Jón Gerald skyldi fara út. Hóf Gestur Jónsson í kjölfarið að spyrja skjólstæðing sinn, Jón Ásgeir, út í ákæruliði 2-9 sem snúa að meintum ólöglegum lánum Baugs til Gaums, Fjárfars og Kristínar Jóhannesdóttur sem Jóni Ásgeiri er gefið að sök að hafa hlutast til um. Að spurningum Gests loknum tók Sigurður Tómas Magnússon við og hóf að yfirheyra Jón Ásgeir vegna 3. og 4. kafla ákærunnar en þar eru Jón Ásgeir, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, Jón Gerald Sullenberger ákærðir. Jón og Tryggvi fyrir meiri háttar bókhaldsbrot í samtals níu liðum og Jón Gerald fyrir aðstoð samkvæmt einum ákærulið. Sigurður Tómas tók fyrst fyrir 17. ákærulið þar sem Jóni Ásgeiri og Tryggva er gefið að sök að hafa rangfært bókhald Baugs með því meðal annar aðs mynda tilhæfulausa skuld Kaupþings hf. í bókhaldi Baugs vegna hlutabréfa í Baugi sem stjórnendur Baugs hafi svo síðar ráðstafað, meðal annars til kaupréttarsamninga sinna. Sigurður Tómas spurði fjölmargra spurninga sem sneru að ákæruliðnum og annarra sem bæði Jón Ásgeir og verjandi hans sögðust ekki tengjast ákærunni neitt. Við ýmsum spurningunum sagðist Jón Ásgeir ekki vita svar en vísaði á Tryggva Jónsson í öðrum og fannst Sigurði Tómasi erfitt að fá svör við ýmsum spurningum „Eru þessar skýringar ákærða ekki orðnar snúnar?" spurði Sigurður Tómas en þá svaraði Jón Ásgeir: „Eru þessar spurningar saksóknara ekki orðnar dálítið snúnar?" Yfirheyrslum Sigurðar Tómasar vegna 17. ákæruliðar lauk laust fyrir hádegi en fram kom í máli hans að yfirferð þriðja kafla ákærunnar lyki ekki í dag. Er því rætt um hvort Jón Ásgeir geti komið aftur fyrir dóminn á föstudag þar sem ólíklegt er talið að yfirheyrslum yfir honum ljúki á morgun. Fréttir Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Hugsanlegt er að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, komi aftur til skýrslutöku í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag þar sem útlit er fyrir að yfirheyrslum yfir honum ljúki ekki á morgun eins og til stóð. Töluverð spenna hefur einkennt samskipti hans og setts saksóknara, Sigurðar Tómasar Magnússonar, við yfirheyrslur vegna meintra bókhaldsbrota í morgun. Fram kom í máli Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs, í morgun að mikilvægt væri að yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri yrði lokið á morgun þar sem hann ætti erindi til útlanda á fimmtudag og gæti þá ekki verið viðstaddur. Var þegar ákveðið að fresta fyrirhuguðu dómsfríi eftir hádegi á morgun til að halda yfirheyrslunum áfram og reyna að ljúka þeim. Hins vegar urðu tafir á störfum dómsins í morgun þegar deilt var um það hvort Jón Gerald Sullenberger, einn ákærðu í málinu, mætti sitja í dómssal á með yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri stæðu yfir. Fór svo að Arngrímur Ísberg, formaður dómsins, ákvað að Jón Gerald skyldi fara út. Hóf Gestur Jónsson í kjölfarið að spyrja skjólstæðing sinn, Jón Ásgeir, út í ákæruliði 2-9 sem snúa að meintum ólöglegum lánum Baugs til Gaums, Fjárfars og Kristínar Jóhannesdóttur sem Jóni Ásgeiri er gefið að sök að hafa hlutast til um. Að spurningum Gests loknum tók Sigurður Tómas Magnússon við og hóf að yfirheyra Jón Ásgeir vegna 3. og 4. kafla ákærunnar en þar eru Jón Ásgeir, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, Jón Gerald Sullenberger ákærðir. Jón og Tryggvi fyrir meiri háttar bókhaldsbrot í samtals níu liðum og Jón Gerald fyrir aðstoð samkvæmt einum ákærulið. Sigurður Tómas tók fyrst fyrir 17. ákærulið þar sem Jóni Ásgeiri og Tryggva er gefið að sök að hafa rangfært bókhald Baugs með því meðal annar aðs mynda tilhæfulausa skuld Kaupþings hf. í bókhaldi Baugs vegna hlutabréfa í Baugi sem stjórnendur Baugs hafi svo síðar ráðstafað, meðal annars til kaupréttarsamninga sinna. Sigurður Tómas spurði fjölmargra spurninga sem sneru að ákæruliðnum og annarra sem bæði Jón Ásgeir og verjandi hans sögðust ekki tengjast ákærunni neitt. Við ýmsum spurningunum sagðist Jón Ásgeir ekki vita svar en vísaði á Tryggva Jónsson í öðrum og fannst Sigurði Tómasi erfitt að fá svör við ýmsum spurningum „Eru þessar skýringar ákærða ekki orðnar snúnar?" spurði Sigurður Tómas en þá svaraði Jón Ásgeir: „Eru þessar spurningar saksóknara ekki orðnar dálítið snúnar?" Yfirheyrslum Sigurðar Tómasar vegna 17. ákæruliðar lauk laust fyrir hádegi en fram kom í máli hans að yfirferð þriðja kafla ákærunnar lyki ekki í dag. Er því rætt um hvort Jón Ásgeir geti komið aftur fyrir dóminn á föstudag þar sem ólíklegt er talið að yfirheyrslum yfir honum ljúki á morgun.
Fréttir Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira