Enski boltinn

Bolton lagði Fulham af velli

Gary Speed skorar fyrsta mark Bolton gegn Fulham í dag, úr vítaspyrnu.
Gary Speed skorar fyrsta mark Bolton gegn Fulham í dag, úr vítaspyrnu. MYND/Getty

Bolton komst upp fyrir Arsenal í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-1 sigri á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Bolton er nú komið með 47 stig eftir 27 leiki en Arsenal er með 46 stig eftir 25 leik. Arsenal tekur á móti Wigan síðar í dag og getur því náð fjórða sætinu aftur.

Gary Speed og Kevin Nolan skoruðu fyrir Bolton áður en varnarmaðurinn Zatyah Knight náði að minnka muninn fyrir gestina á 66. mínútu. Lengra komust þeir hins vegar ekki. Fulham er sem fyrr í 14. sæti deildarinnar með 32 stig. Heiðar Helguson var í byrjunarliði Fulham en var tekinn af velli á 67. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×