Enski boltinn

Curbishley segir ekkert falla með sínum mönnum

Alan Curbishley hefur ekki náð að rífa upp sjálfstraustið hjá leikmönnum West Ham.
Alan Curbishley hefur ekki náð að rífa upp sjálfstraustið hjá leikmönnum West Ham. MYND/Getty

Alan Curbishley, knattspyrnustjóri West Ham, ítrekar að fallbaráttan í ensku úrvalsdeildinni sé síður en svo ráðin, þrátt fyrir að lærisveinar hans og Eggerts Magnússonar hafi beðið lægri hlut gegn Watford á heimavelli í dag. West Ham var miklu betri aðilinn í leiknum en ekkert gekk upp við mark andstæðinganna.

“Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Við þurftum allir á sigri að halda en því miður fellur ekkert með okkur þessa dagana. Ég held að Watford hafi fengið eitt færi, sem var vítaspyrnan,” sagði Curbishley, en Darius Henderson skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnunni. Marlon Harewood brenndi af vítaspyrnu fyrir West Ham undir lok leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×