Man. Utd. og Chelsea halda sínu striki 10. febrúar 2007 16:53 Ji-Sung Park sést hér koma Man. Utd. yfir í leik liðsins gegn Charlton á Old Trafford í dag. Markið skoraði Park með góðum skalla. MYND/Getty Manchester United heldur sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir leiki dagsins en Man. Utd og Chelsea unnu bæði leiki sína í dag. Vonir Liverpool um að blanda sér alvarlega í toppbaráttunni hurfu líklega endanlega með tapi liðsins fyrir Newcastle í dag. Það var kóreyski vængmaðurinn Ji-Sung Park og skoski miðjumaðurinn Darren Fletcher sem skoruðu mörk Man. Utd gegn Charlton. í dag. Gestirnir voru síst lakari aðilinn í leiknum en Man. Utd. nýtti sín færi vel og tryggði sér áframhaldandi sex stiga forystu í deildinni. Meistarar Chelsea áttu ekki í erfiðleikum með Middlesbrough og unnu 3-0 sigur. Didier Drogba hélt uppteknum hætti fyrir Chelsea og skoraði tvívegis en eitt markanna var sjálfsmark. Man. Utd. hefur 66 stig á toppnum, Chelsea er með 60 stig en í 3. sæti er Liverpool með 50 stig. Liverpool varð að sætta sig við tap gegn Newcastle þrátt fyrir að hafa komist yfir strax í upphafi leiks með marki Craig Bellamy. Obafemi Martins og Nolberto Solano tryggðu heimamönnum hins vegar þrjú dýrmæt stig. Leikmenn Liverpool fengu fjölmörg afburða færi í leiknum en voru engan veginn á skotskónum og því fór sem fór. Ófarir West Ham halda áfram og í dag tapaði liðið á heimavelli fyrir Watford í gríðarlega þýðingarmiklum fallslag sem mun koma til með að ráða miklu um lokastöðu deildarinnar. West Ham var mun sterkari aðilinn í leiknum en Ben Foster í marki gestanna átti stórleik og reyndist sóknarmönnum West Ham óyfirstíganleg hindrun. Sheffield United sýndi mikinn karakter með því að skora tvö mörk og tryggja sér sigur gegn Tottenham á heimavelli eftir að gestirnir höfðu komist yfir strax á 2. mínútu. Þá vann Everton góðan heimasigur á Blackburn þar sem Andy Johnson skoraði eina mark leiksins á 10. mínútu. Leikur Portsmouth og Man. City. Hefst kl. 17.15 en fyrr í dag sigraði Reading lið Aston Villa, 2-0. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira
Manchester United heldur sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir leiki dagsins en Man. Utd og Chelsea unnu bæði leiki sína í dag. Vonir Liverpool um að blanda sér alvarlega í toppbaráttunni hurfu líklega endanlega með tapi liðsins fyrir Newcastle í dag. Það var kóreyski vængmaðurinn Ji-Sung Park og skoski miðjumaðurinn Darren Fletcher sem skoruðu mörk Man. Utd gegn Charlton. í dag. Gestirnir voru síst lakari aðilinn í leiknum en Man. Utd. nýtti sín færi vel og tryggði sér áframhaldandi sex stiga forystu í deildinni. Meistarar Chelsea áttu ekki í erfiðleikum með Middlesbrough og unnu 3-0 sigur. Didier Drogba hélt uppteknum hætti fyrir Chelsea og skoraði tvívegis en eitt markanna var sjálfsmark. Man. Utd. hefur 66 stig á toppnum, Chelsea er með 60 stig en í 3. sæti er Liverpool með 50 stig. Liverpool varð að sætta sig við tap gegn Newcastle þrátt fyrir að hafa komist yfir strax í upphafi leiks með marki Craig Bellamy. Obafemi Martins og Nolberto Solano tryggðu heimamönnum hins vegar þrjú dýrmæt stig. Leikmenn Liverpool fengu fjölmörg afburða færi í leiknum en voru engan veginn á skotskónum og því fór sem fór. Ófarir West Ham halda áfram og í dag tapaði liðið á heimavelli fyrir Watford í gríðarlega þýðingarmiklum fallslag sem mun koma til með að ráða miklu um lokastöðu deildarinnar. West Ham var mun sterkari aðilinn í leiknum en Ben Foster í marki gestanna átti stórleik og reyndist sóknarmönnum West Ham óyfirstíganleg hindrun. Sheffield United sýndi mikinn karakter með því að skora tvö mörk og tryggja sér sigur gegn Tottenham á heimavelli eftir að gestirnir höfðu komist yfir strax á 2. mínútu. Þá vann Everton góðan heimasigur á Blackburn þar sem Andy Johnson skoraði eina mark leiksins á 10. mínútu. Leikur Portsmouth og Man. City. Hefst kl. 17.15 en fyrr í dag sigraði Reading lið Aston Villa, 2-0.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira