Erlent

Flækjur á World Press Photo

World Press Photo verðlaunin voru veitt í 50. skipti í dag. Smellið á myndina til að sjá hana stærri.
World Press Photo verðlaunin voru veitt í 50. skipti í dag. Smellið á myndina til að sjá hana stærri. MYND/AP

Ljósmynd af hópi Líbana akandi á sportbíl í gegnum sundursprengda Beirútborg vann verðlaun í aðalflokki World Press Photo í dag. Verðlaunin voru veitt í Amsterdam en það var Spencer Platt ljósmyndari Getty Images sem tók myndina.

Dómnefnd taldi myndina fulla af flækjum og þversögnum. Hún sýnir fimm manns í sportbíl - ein tekur mynd með farsímanum, önnur er falin bakvið sólgleraugu eftir þekktan tískuhönnuð en hún heldur klút fyrir vitum - og allt í kring eru rústir og brak eftir sprengjuárásir á borgina.

Myndin var tekin 15. ágúst, á fyrsta degi eftir að vopnahlé milli Ísraela og Hisbolla hófst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×