Innlent

Siv leiðir Framsókn í Suðvesturkjördæmi

Siv Friðleifsdóttir.
Siv Friðleifsdóttir. MYND/GVA

Siv Friðleifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson og Una María Óskarsdóttir skipa þrjú efstu sæti Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. Þetta var niðurstaða aukakjördæmisþings í kvöld. Þingið hófst kl. 20:00 en þar var tillaga kjörnefndar að framboðslista fyrir komandi þingkosningar borin upp til samþykktar. Listinn var samþykktur án breytinga. Þess er gaman að geta að Steingrímur Hermannsson skipar heiðurssætið á listanum.

Listinn í heild sinni var sem hér segir (sæti:nafn:aldur:sveitarfélag)

1. Siv Friðleifsdóttir, 44 ára, Seltjarnanesi

2. Samúel Örn Erlingsson, 47 ára, Kópavogi

3. Una María Óskarsdóttir, 42 ára, Kópavogi

4. Kristbjörg Þórisdóttir, 28 ára, Mosfellsbæ

5. Hlini Melsteð Jóngeirsson, 26 ára, Hafnarfirði

6. Ólafur Ágúst Ingason, 19 ára, Garðabæ

7. Sigurbjörn Rafn Úlfarsson, 40 ára, Álftanesi

8. Óli Kárason Tran, 32 ára, Mosfellsbæ

9. Guðbjörg Fjóla Halldórsdóttir, 35 ára, Hafnarfirði

10. Ragnheiður Sigurðardóttir geirdal, 38 ára, Kópavogi

11. Svala Rún Sigurðardóttir, 41 árs, Garðabæ

12. Sigurður Hallgrímsson, 74 ára, Hafnarfirði

13. Stefán Eðvald Sigurðsson, 38 ára, Seltjarnarnesi

14. Lind Bentsdóttir, 42 ára, Kópavogi

15. Elín Jóhannsdóttir, 63 ára, Álftanesi

16. Andrés Pétursson, 45 ára, Kópavogi

17. Eggert Sólberg Jónsson, 22 ára, Mosfellsbær

18. Kristjana Bergsdóttir, 54 ára, Seltjarnarnesi

19. Sigurbjörg Björgvinsdóttir, 65 ára, Kópavogi

20. Einar Sveinbjörnsson, 42 ára, Garðabæ

21. Hildur Helga Gísladóttir, 46 ára, Hafnarfirði

22. Leifur Kr. Jóhannesson, 74 ára, Mosfellsbær

23. Hansína Ásta Björgvinsdóttir, 61 árs, Kópavogi

24. Steingrímur Hermannsson, 78 ára, Garðabæ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×